Fréttir frá Sri Lanka á Íslandi

Góðan daginn.

Um leið og ég skráði mig inn á MSN þá fékk ég spurningar um hvort ég væri í lagi,  ég  var að skoða fréttina á MBL.

Það er allt í lagi með mig og þó að það sé greinilega eitthvað mikið að gerast hérna og fréttin segi að starfsmenn frá Rauða krossinum hafi verið rænt og þeir myrtir, það er rétt en þetta voru heimamenn sem að eru að starfa fyrir Rauða krossinn hérna en ekki alþjóðlegir starfsmenn.

Þetta eru samt mjög sorglegar fréttir en öryggi okkar er ekki í hættu. Ég vildi koma þessu á framfæri svo að fólk fari ekki að hafa óþarfa áhyggjur af mér hérna.....

Kv. J


Ný staða

Góðan daginn.....

Þá er það komið á hreint að ég tek við nýrri stöðu hérna úti þann 12 júní, yfirmaður öryggismála security manager,  byrjaði í dag að vinna með fráfarandi security og margt nýtt sem þarf að læra og kynna sér. Ég er mjög sáttur við að taka við þessari stöðu og það eykur bara við þá reynslu sem að ég er að ná mér í hérna. Það er loksins að gerast hérna að fólk er að fara á gamla svæðið mitt til þess að vera, það er vissulega söknuður í því að fara ekki þangað til þess að vera en svona er þetta bara.

Annars hef ég ekki frá neinu sérstöku að segja núna, vildi bara henda inn smá færslu til þess að láta vita að ég sé á lífi og að ég er búinn að sækja um frí til þess að koma heim í júlí.. Smile Ég á reyndar eftir að fá svar en ég hlýt að fá jákvætt útúr því..

Kveðja. J


Myndir

Hei hei hei..... Setti inn nokkrar myndir, kíkið á þær. Wink

Breytingar, breytingar, breytingar

Héðan frá Sri er ekki mikið að frétta sem er ástæðan fyrir því að ég hef ekki verið setja neitt hérna inn (Gummi Wink). Það sem er búið að gerast síðan síðast. Hmmmmmmm

Í fríinu mínu um daginn þá fór ég í heimsókn til bróður míns sem að býr í Svíþjóð, ég hef ekki hitt í langan tíma, það var virkilega gaman og þau tóku vel á móti okkur, það var líka gott að setjast bara aðeins niður og spjalla við bróa. Hann á stelpu jafngamla Jóhönnu og þær náðu alveg svakalega vel saman böbluðu saman á dansk/sænsk/íslensku..Smile Fórum með þær og strákinn hans í tívolí í Gautaborg sem var þvílíkt stuð, það verður víst að viðurkennast að hugrekki einhvernvegin lýtur maður með öðrum augum á þessi tæki þegar börnin manns eru að fara í þau heldur en þegar maður var sjálfur alveg vitlaus að fara í þau á árum áður Grin maður er búinn að þroskast svo mikið með árunum, hmmmm tja eða ekki...

Flugið til Sri gekk svona nokkurn veginn stórslysalaust fyrir sig, smá seinkunn í París vegna þess að þeir eru hættir að fljúga á nóttinni hérna, skíthræddir við Cesnu flugher kisana, kom á hótelið og var fagnað og heilsað með virktum af staffinu, ætli maður sé búinn að vera of lengi á hóteli þegar staffið þekkir mann með nafni?? Spurning.

Síðasta laugardag fórum við svo til Colombo ég, Aðalbjörn, Dagný og Helga. Tékkuðum okkur inn á Hilton hótel, asskoti fínt hótel, fengum okkur að borða og kíktum svo á lífið í Colombo mjög gaman en hápunktur kvöldsins voru þó litlu gulu nuddararnir sem að umkringdu Dagnýju á djamminu, ég læt fylgja linkinn á bloggið hennar því hún segir svo vel frá þessu sjálf. http://www.dagnyst.blogspot.com/  Algjör snilldar saga.

Núna er að koma upp skrítinn staða hérna úti, það eru svo margir að fara heim, klára samningana, og það virðist ekki vera neitt í sjónmáli að það komi út fólk í staðinn, helsti söknuðurinn er þó að Aðalbjörn fór heim í fyrrinótt. Hans verður sárt saknað hérna af vinum en á móti samglaðst með honum að vera kominn heim.. Smile 

Hlakka til að hitta þig Aðalbjörn og eiga við þig gott spjall það hefur verið mjög gott að eiga þig að hérna úti og geta leitað til þín.

Jæja þá er búið að gráta Björn bónda. Smile Ég setti inn 3 myndir um daginn og það koma fleiri núna í framhaldinu.  Það er þó jákvætt að það er eitthvað farið að minnast á það að við förum aftur út í feltið og er ég ekki frá því að það bjargi ýmsu hérna svo sem eitt stykki geðheilsu minni...

Biðst innilegrar afsökunar að þessi skrif skuli ekki vera skemmtilegri en ég fæ vonandi eitthvað bitastætt og skemmtilegt að skrifa um fljótlega... Grin Kveðja til allra heima sérstaklega til pæjanna minna sem eru báðar á Íslandi um þessar mundir..

Kv.J


Árás, seinkun, flug og óvænt uppákoma.

Halló halló halló... Þá er það komið á hreint, tja allavega úti að ég verð í þrjá mánuði í viðbót, ef ég fæ samþykki frá vinnuveitendunum heima. Fékk þessar fréttir seint á miðvikudaginn auk þess að ég fékk frí til þess að fara í afmæli, surprise, hjá eldri prinsessunni í DK. Ég rauk því á netið og fann flug frá Sri til Parísar og svo flott frá París til Köben með ekki mikilli bið, leit allt mjög vel út í planinu. En eins og allir vita þá breytast plön hratt og það gerðist svo sannarlega í þetta skiptið. Ég mætti út á flugvöll á tilsettum tíma til að ná fluginu til Parísar, ég var nýkominn í röðina til þess að chekka mig inn þegar ég heyri allt í einu rosalegan hávaða ég lít í áttina að fleiri borðum þar sem verið er að chekka inn og sé bara þar sem að allt fólkið kemur hlaupandi á sprettinum í áttina að mér og þar á meðal hermenn og löggur öskrandi og veifandi byssunum. Þegar þau voru komin að mér þá hentu sér allir í gólfið og ég gerði það náttúrulega líka. Ég lá í gólfinu og horfði á alla hermennina hlaupa um og maður gerði sér enga grein fyrir því hvað gekk á, ég reyndi að hringja og komast að því hjá félögunum hvað hafði gerst en það var ekki mikið farsímasamband. Loksins fór ég að fá fréttir um að Tígrarnir hefðu mætt á flottu nýju flugvélunum sínum og ráðist á herstöð við hliðina á flugvellinum. Þetta svona um það bil klukkutíma þessi lega í gólfinu og svo var ca hálftími áður en það var farið að chekka inn, þetta endaði með þriggja tíma seinkunn og ég orðinn knappur á tíma með að ná tengifluginu til Köben..... París, lenti á Charles De Gaulle flugvelli svona um það hálftíma eftir að ég átti að fara í loftið til Köben, núna voru góða ráð dýr. Flugfélagið sem að ég átti pantað með gat ekki komið mér yfir á föstudeginum og ekki vildi Srilankann gera neitt fyrir mig, það var þá bara eitt í stöðunni labbaði að sölubás Air France og keypti miða með næstu vél, því það var ekki á dagskránni að mæta ekki í afmælið hjá krúttinu mínu fyrst að ég var nú á annað borð kominn þetta langt, hljóp svo að hliðinu með smá konflikt við eina í vopnaleitinni sem að var eitthvað orðin þreytt og pirruð í vinnunni. Þegar ég var svo kominn að hliðinu kom í ljós að tölvukerfið var bilað og það var klukkutíma seinkun á þessu flugi, hmmm þetta var farið að verða frekar langt og erfitt ferðalag. Ég komst svo loks af stað til Köben, svaf eins og grjót alla leiðina og rétt rankaði við mér þegar við lentum. Kominn til Köben og nú hlaut þetta að vera komið, klikkar aldrei neitt i Köben, flýtti mér í gegnum tollinn og dreif mig að ná lestinni og viti menn, lestin var 20 mínútum of sein, come on þetta bara getur ekki verið að gerast, jæja loksins kom lestin og ég hóf lokakaflann á þessu langa og erfiða ferðalagi, tókst að komast svo inn til snúllunnar án þess að hún yrði vör við mig og sat svo á svölunum hjá henni, og svipurinn á snúllunni gerði það að verkum að öll þreyta hvarf og mér fannst allt þetta ferðalag og erfileikar þess virði bara til þess að sjá svipinn á henni þegar hún sá mig og hversu glöð hún var að fá mig á afmælisdaginn hennar..... Frábært og við erum svo búin að hafa það mjög gott síðan ég kom hingað............ Kv. J

Fréttatilkynning.........

Ég einfaldlega verð að koma með eina stutta...

Eins og allir vita heima á Íslandi þá er heimsmeistaramótið í Krikket í gangi, Errm eða kannski ekki. Allavega þá er mótið í fullum gangi og Sri Lanka er að gera góða hluti og já ég er kominn inn í Krikket reglur, ég bjóst aldrei við að ég myndi horfa á Krikket og hvað þá að vera spenntur yfir því, en svo var tekið matarhlé og ég var ekki spenntur lengur  Grin algjör snilld.

Sri Lanka er sem sagt komið í úrslitaleikinn eftir að hafa unnið Nýja Sjáland nokkuð örugglega í undanúrslitaleiknum sem að var í gær og þeir munu mæta, tja líklega Áströlum sem eru þessa stundina að valta yfir Suður Afríku sýnist mér. Smile Það er náttúrlega allt á öðrum endanum hérna vegna gengis heimamanna en það sem að mér fannst skemmtilegast við þetta allt það var frétt í einu blaðinu hérna, þetta var nokkurs konar fréttatilkynning frá Tígrunum, og hún var svona.

Þann 24 apríl er Sri Lanka að keppa við Nýja Sjáland í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í Krikket, að þessu tilefni og vegna þess að við verðum allir að horfa á leikinn, þá munum við ekki ráðast á stjórnarhermenn á þessum degi.LoL

Þetta er kannski ekki alveg bein þýðing en þetta var innihaldið, segiði svo að íþróttir stöðvi ekki stríð, mér finnst þetta vera algjör snilld... Grin

Búið í bili. Kv. J


Hver hefði trúað þessu?????

Gott kvöld, eða góðan daginn!!!!!  Smile

Haldiði að ég hafi ekki bara dottið í það að skrifa eina færslu hérna á bloggið hjá mér... Mikið var segja sumir og jú jú það er rétt ég er ekki búinn að vera mjög iðinn við að skrifa hérna, eitthvað sem að ég hef sagt áður, en allavega þá ætla ég að setja inn eina færslu sem verður lengri enn bara nokkrar línur.  Wink

Síðann ég kom úr fríinu heima þá er ég búinn að fara 2x á svæðið mitt, fyrri ferðin var mjög viðburðarík, hitti mikið af háttsettum hermönnum, fundaði með alls konar gaurum og fékk ýmsar skrítnar veitingar engar þó eins sterkar og ég fékk hjá kisunum rétt fyrir jólin.. Sick sem betur fer og búinn að vera fínn í maganum síðann þá.

Allavega þá fórum við 3 á gamla svæðið okkar, ég Gunni og Linda, þetta var nú nokkuð ævintýraleg ferð. Ég og Linda fórum einn daginn inn í kisuland til þess að skoða aðstæður hjá flóttamönnum sem að var búið að segja okkur frá, ferðalagið gekk vel inn á svæðið og við sáum aðstæður hjá þessu vesalings fólki sem að voru mjög slæmar svo að ekki sé nú meira sagt. Það var svo á leiðinni út úr kisulandi sem að við lentum í fjörinu, þegar við vorum búin að keyra í nokkur tíma þá birtist allt í einu ein kisan á veginum og benti okkur að stoppa bílinn, hmmm ekki eitthvað sem að maður vanur, en maður er nú ekki að neita þessum mönnum mikið, þeir eiga allt of mikið af leikföngum sem að þeir sveifla í kringum sig til þess.

Eftir að hafa verið bent á að koma út úr bílnum þá sáum við eina kisuna sem að var greinilega stjórnandi á vettvangi og hann vildi mikið ræða við okkur, það var svolítið skrítið að vera í þessari aðstðöðu að mega ekki fara neitt og verða að bíða og sjá hvað þessar kisur vildu, þeir voru reyndar mjög kurteisir í alla staði og það var aldrei þannig að maður hefði miklar áhyggjur en það er samt skrítið að vera "yfirheyrður" af mönnum sem að eru í þeirri stöðu sem að þessi kisa var, þá meina ég hversu hátt settur hann er. Við sátum svo á móti þessum manni sem að spurði okkur alltaf sömu spurningarinnar, bara á mismunandi hátt, og svo að hlusta á mann tala við hann í talstöðinni sem að hann hélt á og það var greinilegt að sá var ekki mjög ánægður með að við vorum á þessum slóðum.

Það var í rauninni bara einu sinni sem að hann var virkilega vinalegur gagnvart okkur og það var þegar það var minnst á loftárásina sem að kisurnar gerðu á alþjóðaflugvöllinn hérna, mikið stolt hjá þeim vegna hennar, og þá hló hann og var mjög ánægður með lífið. Hann kvaddi okkur síðann með virktum og virðingu þegar hann var búinn að fá nóg að hlusta á okkur eða hann fékk skipum um það frá félaga sínum í talstöðinni, þeir stukku svo allir upp á pallbíl sem að var þarna hann inn og svo voru þeir 4 á pallinum, allir vel vopnaðir og til í allt.... Nóg um þessa lífreynslu og það fá kannski einhverjir útvaldir að heyra meira þegar ég kem heim.. Smile

Það er ekki enn komið í ljós hversu lengi ég verið hérna, ég sótti um 3 mánaða framlengingu en stundum hef ég á tilfiningunni að það sé vilji hérna til þess að skipta öllu liðinu út, ég fæ þetta væntanlega á hreint núna seinna í vikunni.

Verð líka að segja stuttlega frá seinni heimsókninni en það var til þess að vera í brúðkaupi hjá einni stelpunni sem að vinnur hjá okkur í Vavuniya, þegar hún giftist þá skipti hún líka um trú, gerðist kaþólikki í stað þess að vera hindúatrúar. Athöfnin var í kirkju sem að var nánast bara undir berum himni það er húsið var svo opið, út af hitanum náttúrulega, og það var mjög gaman að sjá dúfuna sem að settist á bitann fyrir ofan brúðhjónin og ég vonaði bara að hún tæki ekki upp á þvi að drita á þau. Smile Ekki var það verra þegar einn hundurinn tók sig til og skokkaði inn kirkjugólfið og fór út einhversstaðar annarsstaðar, einstaklega vinalegt svo ekki sé meira sagt.LoL

Veislan var svo á eftir náttúrulega og það verður að segjast eins og er að þetta var aðeins stærra en meðal brúðkaup heima þar sem að gestirnir voru ekki nema eitthvað um 500 manns... Uppstillinginn á veitingastaðnum sem að veislan var haldin var líka athyglisverð, þetta var eins og í bíó stólum raðað upp og brúðhjónin sátu svo í mjög fallegum rauðum sófa á sviði beint á móti gestunum..Smile Ég hálf vorkenndi þeim, svo byrjaði myndaflóðið, ég geri mér ekki grein fyrir hversu margar myndir eru teknar af brúhjónum og gestum en þær skipta alveg örugglega hundruðum ef ekki þúsundum þar sem að það er tekinn mynd af öllum gestunum með brúðhjónunum í mismunandi stórum hópum náttúrulega.. Smile  

Jæja þá er ég búinn að setja inn eina alvöru færslu, enn og aftur þá ætla ég að reyna að bæta mig í blogginu og setja inn fleiri færslur með styttra millibili......

Kv.J

 


Aulaskapur eða leti?????

Já það er víst ekki hægt að segja neitt annað um mína bloggfærslur en fyrirsögnin segir til um. Ég ætla ekki að lofa neinu um framhaldið en ég mun þó koma mér að því að skrifa eitthvað hérna... Smile Hmmm þið hafið kannski heyrt þetta áður???

Annars er allt fínt að frétta héðann ég er búinn að fara 2 út á svæðið mitt hitta kisurnar og ýmislegt annað misskemmtilegt,, búinn að lenda í ýmsu síðann ég kom út aftur eftir fríið heima en því miður þá get ég ekki sagt frá því nema að litlu leyti...

Allavega ný og stutt færsla og það kemur eitthvað meira bráðum Wink

Kv.J


Allt að gerast.....

Góðan daginn.....

Vildi bara minna á mig og segja ykkur að það er alveg að fæðast fínasta færsla hérna hjá mér. Búinn að vera á tölverðu flakki um svæðið mitt og það fer alveg að líða að því að ég hafi frá einhverju að segja... Grin

Takk fyrir kveðjuna herra Hafnarfjarðartenór og það er alltaf gott að vita að einhverjir sakna mín.. Smile Hef oft hugsað til félaga minna og hvað þeir eru að gera þessa dagana.

Steinunn ég hef óbilandi trú á þér að þú reddir rúsínunum.. Smile

Bless í bili. Kv. J


Ég er heill heilsu

Góðan daginn....

Ég var að lesa fréttirnar heima og sá að það er ýmislegt skrifað um atburði gærkvöldsins hérna á Sri Lanka. Þeir sem að vita hvar ég dvel þessa dagana hefur kannski brugðið, ég vil bara að það komi fram að ég er í heill heilsu og í fínu formi og það sakaði engann úr okkar starfsliði í þessari loftárás í nótt.

Annars er allt fínt að frétta héðann það er búið að vera mjög mikið að gera, ég að taka við nýjum skyldum og nýrri stöðu, enginn afsökun fyrir því hvað ég hef verið latur að skrifa hérna, en það er nú bara þannig að þegar maður hefur ekkert áhugavert að skrifa þá nenni ég ekki að vera að skrifa eitthvað bara til þess að skrifa. Ég er samt að vinna í þvi að setja inn myndir. LoL

Ég er búinn að fá nokkrar spurningar og kveðjur hérna og ég verð að svara þeim. Baddi við byrjum á þér, ég er enn lögga ég er bara í tímabundnu launalausu leyfi og ég er hérna úti starfandi sem friðargæsluliði. Smile Steinunn þú ert sett í djobbið að senda súkkulaðirúsínurnar einu sinni í viku Wink    

Kveðja til allra heima og ég er að vinna í því að vera duglegri hérna á blogginu, geri mér fulla grein fyrir að með þessum skrifum er ég að gefa G. Fylkis fullt af skotfærum, en það er ekkert mál eg þoli það. Smile

Nóg í bili.

Kv. J 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband