Færsluflokkur: Bloggar

Hið nýja Ísland

Hahahahahahahahahaha það er ekki annað en hægt að hlæja að þessari vitleysu.

Af hverju segir maðurinn ekki af sér? Hann var ekki kosinn á þing fyrir VG.. Já svona er hið nýja Ísland, alveg eins og það gamla, sama bullið og ruglið.


mbl.is Þráinn gengur í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein gleymd

Að lesa athugasemdina frá Baldvini félaga mínum um að Íslendingar séu bara að fást við lúxusvandmál minnir mig á eitt atvik frá Sri sem segir kannski allt sem að segja þarf um það hvað við erum að berjast við í okkar þjóðfélagi.

Snemma árs fór ég á vettvang í fiskiþorp sem að stjórnarherinn hafði gert loftárás á. aðkoman var hreint úr sagt hörmuleg, það stóð ekki eitt hús eftir árásina og það var allt á rúi og stúi, mannfall var mikið og margir slasaðir líka. Ég heimsótti sjúkrahús þar sem að þeir særðu lágu og sú minning mun aldrei gleymast lítil börn, konur og gamalmenni í mis slæmu ástandi.

Þegar ég komst svo aftur á netið og fór að lesa fréttirnar hérna heima á netmiðlunum þá sá ég hvað var verið að berjast við á Íslandi. Ég man nú ekki nákvæmlega hverjar voru forsendurnar en fréttin var að fólk var að rífast yfir bílastæði. Ég las þessa frétt og hugsaði með mér á þeim tíma, íslendingar gera sér enga grein fyrir því hvað þeir hafa það gott og hvað þeir búa í rauninni við góðar aðstæður.

Kv.J


Meira til gamans

Það er alltaf gaman þegar íslenska landsliðið hækkar á þessu lista. EN ég þykist nú muna eftir viðtali sem að tekið var við formann KSÍ fyrir leikinn á móti Kanada þar sem að hann sagði nú að þessi listi væri meira til gamans, mér fannst það mjög merkilegt svar hjá honum þar sem að mig minnir nú að fyrrum þjálfarar landsliðsins, Ásgeir og Logi, hafi verið reknir fyrir að vera neðarlega á þessum grín lista.??????


mbl.is Ísland upp um 37 sæti á lista FIFA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættur og á leiðinni heim

Þá er komið að síðustu færslu minni hérna frá Sri Lanka, Gummi þakka þér kærlega fyrir dyggan lestur og stöðug comment, gangi þér vel í þínum störfum og ég hlakka til þess að setjast niður með þér og bera saman reynslu okkar. Ég á ekki von á því að ég muni blogga mikið hér eftir og ég vona að allir sem að hafa lesið þetta hjá mér hafi haft einhverja ánægju af því. Ég hef áður sagt að sögunar eru miklu fleiri en ekki við hæfi að setja þær hér, þær fara í reynslubankann.

Gærdagurinn var mjög blendinn tilfinningalega, síðasti vinnudagurinn og það var bæði ánægjulegt og einnig var smá söknuður sem að lét á sér bera þegar ég talaði við heimamenn sem að ég hef unnið sem mest með bæði hérna í Colombo og einnig í Vavuniya, því miður komst ég ekki aftur á gamla svæðið mitt þessar síðustu tvær vikur, það eina sem að ég gat gert var að hringja í stafsstöðina þar sem að ég var og tala við þau öll í einu það endaði svo með því að þau töluðu öll við mig í sitt hvoru lagi eftir það og ég fékk svo frábærar kveðjur frá þeim og ég hugsa að ég hafi sjaldan fengið eins miklar lofræður á jafn stuttum tíma. Svo fór ég og spjallaði við þau sem að ég hef mest verið í samskiptum við hérna í Colombo og það var sama, mér var sagt hvað mín yrði saknað og í hversu háum metum ég væri hjá þeim, þetta var eiginlega orðið of mikið. Smile En þetta var mjög ánægjulegt að hafa kynnst þessum einstaklingum og að þau bera þessa hlýju til mín er ómetanlegt. Á morgunn verður svo í síðasta skipti á skrifstofunni, þá er búið að bjóða okkur í hádegismat og við verðum kvödd formlega, þar skila ég af mér síðustu hlutunum sem að ég hef frá SLMM.

Í gærkvöldi héldum við partý fyrir alla í SLMM sem að áttu heimangengt það voru því miður ekki margir sem að komust frá útstöðvunum bara þau sem voru á leið í eða úr fríi, þetta heppnaðist samt rosalega vel og það var mikið stuð langt fram eftir nóttu, umræðurnar í lokinn voru svo misgáfulegar og sumir allt of þreyttir til þess að fara heim en á heildina litið mjög skemmtilegt og góður endir á veru minni hérna á Sri Lanka.

Ég kveð svo Sri Lanka á þriðjudagsmorgunn etir níu mánaða veru hérna, í heildina litið fer ég héðan sáttur ég hef öðlast dýrmæta reynslu kynnst frábæru fólki og öðlast nýja sýn á lífið að lifa og hrærast í því (stríðs) ástandi sem að er í þessu landi.

Þá ætla ég ekki að vera að hafa þetta mikið lengra og núna getur litla ljónið mitt komið og farið eins og henni sýnist, ég er nú samt nokkuð viss um að hún fær ekki að vera með tyggjó þegar hún fer að sofa þó að hún geti snúið pabba sínum í kringum sig nánast að vild..  LoL Hlakka til að sjá ykkur öll heima sérstaklega prinsessurnar mínar og koma lífinu í eðlilega rútínu.

Kv.J


Síðasti áfanginn

Já þá er maður kominn út aftur eftir stórkostlegt frí með stelpunum mínum. Það er samt orðið svo stutt eftir hérna að maður gerir sér eiginlega ekki grein fyrir því það eru 10 vinnudagar eftir hérna úti og 14 dagar í að ég komi heim. Við komum saman ég og Helga sem að kom með mér hingað á sama tíma við erum hérna jafn lengi upp á dag.

Ég er að vonast til þess að komast á gamla svæðið mitt áður en ég fer og kveðja það góða fólk sem að ég vann með þar, það kemur í ljós núna í vikulokin hvort að það verður eitthvað af því. Annars er ástandið hérna sérstaklega gott það hafa verið miklir bardagar á austurströndinni sem að virðast vera að færast í norðrið núna og ég vil ekki hugsa út í það hvað gerist ef að þetta breiðist alvarlega út þar.

En það er best að taka upp léttara hjal, litla ljónið fékk línuskauta frá mér í afmælisgjöf og ljómaði með þá hún fékkst varla til þess að fara úr þeim eftir að hún fékk þá. Eldri prinsessan ætlar að fara að reyna fyrir sér í fótbolta og segist vilja vera í marki, það er spurning hvort að hún fetar í fótspor vinar míns sem að heldur því fram að hún sé skírð í höfuðið á, ég vona bara að hún hafi gaman af þessu og fái áhugann til þess að halda áfram.

Við sjáum svo til hvað ég verð duglegur að skrifa hérna þessa síðustu daga en ég lofa engu. Grin

Kv.J


HEIM

Ég kem heim á eftir.............. Vá hvað ég hlakka til að sjá alla, sérstaklega litla ljónið mitt og ekki minna að sjá stóru prinsessuna mína.... Grin

Kv.J


Það styttist í heimferð.

Já það er víst ár og öld síðan ég setti eitthvað hérna inn síðast. Kem hérna með eina stutta færslu, ég er að koma til Íslands á fimmtudaginn og verð heima í rúmar tvær vikur. Næ að knúsa litla ljónið mitt á afmælisdaginn hennar...... Grin Meira segi ég ekki í bili.

Kv.J


Welcome to the jungle

Lífið í Colombo er bara nokkuð gott, það er algjör snilld að koma heim til sín í íbúð en ekki upp á hótelherbergi. Næsta vika verður væntanlega nokkuð annasöm ég fer út í feltið á austurströndina, Trincomale og svo á gamla svæðið mitt í Vavuniya það verður gaman að hitta local staffið þar aftur eftir langan tíma. Mér datt í hug ein stutt saga sem að ég var ekki búinn að segja frá hérna og sýnir kannski best hvað maður getur orðið ónæmur.

Það var hérna fyrir ca 2 mánuðum að þá var ráðist á strætó hérna í norðurhlutanum. Það var ákveðið að senda lið á staðinn ég og góðvinur minn hann Aðalbjörn vorum sendir af stað. Á þessum tíma þá bjuggum við á hótelinu og það verður að segjast eins og er að maður verður svakalega þreyttur á að því og maður notar hvert tækifæri til þess að sleppa í burtu.

Það var þess vegna mikil gleði sem að ríkti hjá okkur félögunum þegar við fórum af stað brandararnir flugu og, Guns and roses welcome to the jungle, þrumað í spilarann við héldum af stað glaðir og hressir yfir að losna það sem að gerir þetta frekar einkennilega hegðun  fyrir marga var að við vorum að fara að skoða vettvang þar sem að hafði átt sér stað árás á saklausa borgara og orðið átta manns að bana. Maður verður hálf skrítinn á að vera í þessu starfi það er nokkuð ljóst.

Kv.J


Colombo

Góðan daginn Ísland.....

Þá kom loksins að því, ég er fluttur af hótelinu og kominn með íbúð inn í Colombo það má segja að fagnaðarlátunum hafi aldrei ætlað að linna.... Smile Hérna verð ég staðsettur það sem eftir er að samningstímanum.

Annars er ekki mikið að frétta þannig séð stríðið er í gangi og lítið sem virðist vera hægt að gera til þess að koma vitinu fyrir þessa menn og það sem að verra er, maður er orðinn samdauna þessu og kippir sér ekki lengur upp við þessa hluti sem að eru í gangi hérna, segir manni það að maður ætti að fara að koma sér heim kannski?? Errm

Annars er loksins farið að koma fólk hingað eftir að allir fóru fyrir rúmlega viku og vonandi fer þetta að komast í eðlilegt horf, annars er ég búinn að taka við öryggismálunum þannig að það er mikið óöryggi hérna þar til í ágúst og ég fer heim.Whistling

Það er samt svo gott að vera kominn í íbúð og ekki að búa á hóteli sem getur gjörsamlega klárað geðheilsuna til lengdar, hmmmm ætli maður sé búinn að missa geðheilsuna? Það er spurning.  Styttist í fríið og heimferð trlalalalalalalal Wizard Jæja þetta er nóg komið af samhengislausu röfli bið að heilsa í bili. Ó og ég komst að því um daginn að litla stelpan mín hefur óbilandi trú á pabba sínum þegar kemur að því að ná bófum. Smile Þeir sem að hafa aðgang geta lesið um commentið hennar á barnlandi...

Kv.J


Allir að fara

Það eru miklar breytingar framundan hérna, þann 12 þessa mánaðar þá eru hvorki fleiri né færri en 6 kvikyndi að hætta í missioninu, það verður þess vegna frekar fátt núna næstu vikurnar á meðann að nýja fólkið er að koma sér hingað niður eftir. Það verður mikill söknuður að missa þetta fólk þar sem að maður er búinn að mynda tengsl við þau en svo ég vitni nú í dóttur mína "að heilsast og kveðjast er lífsins saga" vona að þetta hafi verið rétt hjá mér annars verð ég örugglega leiðréttur.

Annars er búið að vera rólegt hérna síðustu 2 daga, það varð allt vitlaust á laugardaginn og fram á þriðjudag á gamla staðunum mínum, það er að segja við víglínuna ég fékk fullt af símtölum frá fólki þarna uppfrá og þetta ástand er fáránlegt gagnvart hinum almenna borgara ekki að það komi neitt við þessa menn.

Forsetinn mætti hérna í viðtal á sjónvarpstöð og sagði að allt væri búið með friðarsamkomulagið sem að við erum að hmmmmm fylgjast með að haldist, strax daginn eftir voru öll blöðin hérna að draga úr orðum forsetans, já og trúið mér að flest blöðin hérna birta ekkert án þess að vera búin að tékka á því hvort að þau megi birta þessa frétt,  spurningin hvort að þetta hafi verið einhver pólitísk flétta hjá forsetanum til þess að lýta vel út þar sem að hann virðist vera að reyna að impressa lönd hér í kring. Annars er ég ekki það pólitískt þenkjandi að ég geti lagt einhvern dóm á það.... Kemur mér spánskt fyrir sjónir (furðulegt orðatiltæki).

Ég er búinn að sækja um frí og stefni á að koma heim í júlí því ekki ætla ég að missa af afmælisdegi hjá litla ljónsunganum mínum, hún er núna ekkert á því að tala við pabba sinn í síma, enda nóg annað að gera heldur en að vera að hanga í einhverju símaveseni, verð að viðurkenna að mér leið nú aðeins betur þegar mamma hennar sagði mér að þetta væri nú ekki bara ég sem að hún nennti ekki að tala við heldur nennti hún bara almennt ekki að tala í símann. Smile

Eldra dóttureintakið er að flytja heim í sumar og kemur væntanlega á þeim tíma sem að ég verð í fríi heima, ekki slæmt það, ég fer svo aftur hingað út í 2 vikur til þess að klára samninginn minn hérna og það verður nú bara að viðurkennast að það verður voðalega ljúft að komast aftur í daglegt líf heima á Íslandi. Þessi tími hérna hefur samt reynst mér mjög dýrmætur og lærdómsríkur og kennt mér (allavega í 2 vikur eftir heimkomu) að meta þær aðstæður sem að maður býr við heima fyrir utan veðrið náttúrulega.

Kv.J

 


Næsta síða »

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband