Ég er heill heilsu

Góðan daginn....

Ég var að lesa fréttirnar heima og sá að það er ýmislegt skrifað um atburði gærkvöldsins hérna á Sri Lanka. Þeir sem að vita hvar ég dvel þessa dagana hefur kannski brugðið, ég vil bara að það komi fram að ég er í heill heilsu og í fínu formi og það sakaði engann úr okkar starfsliði í þessari loftárás í nótt.

Annars er allt fínt að frétta héðann það er búið að vera mjög mikið að gera, ég að taka við nýjum skyldum og nýrri stöðu, enginn afsökun fyrir því hvað ég hef verið latur að skrifa hérna, en það er nú bara þannig að þegar maður hefur ekkert áhugavert að skrifa þá nenni ég ekki að vera að skrifa eitthvað bara til þess að skrifa. Ég er samt að vinna í þvi að setja inn myndir. LoL

Ég er búinn að fá nokkrar spurningar og kveðjur hérna og ég verð að svara þeim. Baddi við byrjum á þér, ég er enn lögga ég er bara í tímabundnu launalausu leyfi og ég er hérna úti starfandi sem friðargæsluliði. Smile Steinunn þú ert sett í djobbið að senda súkkulaðirúsínurnar einu sinni í viku Wink    

Kveðja til allra heima og ég er að vinna í því að vera duglegri hérna á blogginu, geri mér fulla grein fyrir að með þessum skrifum er ég að gefa G. Fylkis fullt af skotfærum, en það er ekkert mál eg þoli það. Smile

Nóg í bili.

Kv. J 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Godspeed Jenni, stígðu varlega til jarðar.

Baldvin Jónsson, 26.3.2007 kl. 11:56

2 identicon

Ánægður að ,,skjá" þíg hér, var að fara að gefa út eftirlýsingu eftirfarandi. Lýst er eftir háum og myndarlegum, þéttvöxum Íslendingi, með skerta hæfni á lyklaborð en fulla hæfni á drykkjarföng" en þarf þess greinilega ekki. Glaður að ,,skjá" að allt er í góðu því maður hefur jú áhyggjur af ykkur þarna.  Ég tek þessu að sjálfsögðu sem skoti  ,,en það er nú bara þannig að þegar maður hefur ekkert áhugavert að skrifa þá nenni ég ekki að vera að skrifa eitthvað bara til þess að skrifa."  en ég á nú víst helling inni hjá þér í þeim efnum.  Farðu vel með þig og farið varlega.  G.Fylkis

Guðm. Fylkis (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 12:19

3 identicon

Já Jenni fer að vinna í að senda rúsínur, annars eru nú báðar rúsínuæturna farnar í frí......

Hafðu það gott í sólinni

Steinunn E (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 14:18

4 identicon

Pabbi hringdi í mig á morgun sunnudag svona um 10 leitið þá er ég alltaf heima að horfa á barnatímann og sonna...

Katrín Tinna Jensdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband