Hver hefði trúað þessu?????

Gott kvöld, eða góðan daginn!!!!!  Smile

Haldiði að ég hafi ekki bara dottið í það að skrifa eina færslu hérna á bloggið hjá mér... Mikið var segja sumir og jú jú það er rétt ég er ekki búinn að vera mjög iðinn við að skrifa hérna, eitthvað sem að ég hef sagt áður, en allavega þá ætla ég að setja inn eina færslu sem verður lengri enn bara nokkrar línur.  Wink

Síðann ég kom úr fríinu heima þá er ég búinn að fara 2x á svæðið mitt, fyrri ferðin var mjög viðburðarík, hitti mikið af háttsettum hermönnum, fundaði með alls konar gaurum og fékk ýmsar skrítnar veitingar engar þó eins sterkar og ég fékk hjá kisunum rétt fyrir jólin.. Sick sem betur fer og búinn að vera fínn í maganum síðann þá.

Allavega þá fórum við 3 á gamla svæðið okkar, ég Gunni og Linda, þetta var nú nokkuð ævintýraleg ferð. Ég og Linda fórum einn daginn inn í kisuland til þess að skoða aðstæður hjá flóttamönnum sem að var búið að segja okkur frá, ferðalagið gekk vel inn á svæðið og við sáum aðstæður hjá þessu vesalings fólki sem að voru mjög slæmar svo að ekki sé nú meira sagt. Það var svo á leiðinni út úr kisulandi sem að við lentum í fjörinu, þegar við vorum búin að keyra í nokkur tíma þá birtist allt í einu ein kisan á veginum og benti okkur að stoppa bílinn, hmmm ekki eitthvað sem að maður vanur, en maður er nú ekki að neita þessum mönnum mikið, þeir eiga allt of mikið af leikföngum sem að þeir sveifla í kringum sig til þess.

Eftir að hafa verið bent á að koma út úr bílnum þá sáum við eina kisuna sem að var greinilega stjórnandi á vettvangi og hann vildi mikið ræða við okkur, það var svolítið skrítið að vera í þessari aðstðöðu að mega ekki fara neitt og verða að bíða og sjá hvað þessar kisur vildu, þeir voru reyndar mjög kurteisir í alla staði og það var aldrei þannig að maður hefði miklar áhyggjur en það er samt skrítið að vera "yfirheyrður" af mönnum sem að eru í þeirri stöðu sem að þessi kisa var, þá meina ég hversu hátt settur hann er. Við sátum svo á móti þessum manni sem að spurði okkur alltaf sömu spurningarinnar, bara á mismunandi hátt, og svo að hlusta á mann tala við hann í talstöðinni sem að hann hélt á og það var greinilegt að sá var ekki mjög ánægður með að við vorum á þessum slóðum.

Það var í rauninni bara einu sinni sem að hann var virkilega vinalegur gagnvart okkur og það var þegar það var minnst á loftárásina sem að kisurnar gerðu á alþjóðaflugvöllinn hérna, mikið stolt hjá þeim vegna hennar, og þá hló hann og var mjög ánægður með lífið. Hann kvaddi okkur síðann með virktum og virðingu þegar hann var búinn að fá nóg að hlusta á okkur eða hann fékk skipum um það frá félaga sínum í talstöðinni, þeir stukku svo allir upp á pallbíl sem að var þarna hann inn og svo voru þeir 4 á pallinum, allir vel vopnaðir og til í allt.... Nóg um þessa lífreynslu og það fá kannski einhverjir útvaldir að heyra meira þegar ég kem heim.. Smile

Það er ekki enn komið í ljós hversu lengi ég verið hérna, ég sótti um 3 mánaða framlengingu en stundum hef ég á tilfiningunni að það sé vilji hérna til þess að skipta öllu liðinu út, ég fæ þetta væntanlega á hreint núna seinna í vikunni.

Verð líka að segja stuttlega frá seinni heimsókninni en það var til þess að vera í brúðkaupi hjá einni stelpunni sem að vinnur hjá okkur í Vavuniya, þegar hún giftist þá skipti hún líka um trú, gerðist kaþólikki í stað þess að vera hindúatrúar. Athöfnin var í kirkju sem að var nánast bara undir berum himni það er húsið var svo opið, út af hitanum náttúrulega, og það var mjög gaman að sjá dúfuna sem að settist á bitann fyrir ofan brúðhjónin og ég vonaði bara að hún tæki ekki upp á þvi að drita á þau. Smile Ekki var það verra þegar einn hundurinn tók sig til og skokkaði inn kirkjugólfið og fór út einhversstaðar annarsstaðar, einstaklega vinalegt svo ekki sé meira sagt.LoL

Veislan var svo á eftir náttúrulega og það verður að segjast eins og er að þetta var aðeins stærra en meðal brúðkaup heima þar sem að gestirnir voru ekki nema eitthvað um 500 manns... Uppstillinginn á veitingastaðnum sem að veislan var haldin var líka athyglisverð, þetta var eins og í bíó stólum raðað upp og brúðhjónin sátu svo í mjög fallegum rauðum sófa á sviði beint á móti gestunum..Smile Ég hálf vorkenndi þeim, svo byrjaði myndaflóðið, ég geri mér ekki grein fyrir hversu margar myndir eru teknar af brúhjónum og gestum en þær skipta alveg örugglega hundruðum ef ekki þúsundum þar sem að það er tekinn mynd af öllum gestunum með brúðhjónunum í mismunandi stórum hópum náttúrulega.. Smile  

Jæja þá er ég búinn að setja inn eina alvöru færslu, enn og aftur þá ætla ég að reyna að bæta mig í blogginu og setja inn fleiri færslur með styttra millibili......

Kv.J

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ pant fá að heyra nánari sögu  Vona nú að það þú hafir það annars gott, verður forvitnilegt að heyra hvort þú færð framlengingu. Bið að heilsa í hitann í bili. Kveðja Steinunn

Steinunn E (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 02:30

2 identicon

Flott hjá þér, duglegur strákur. Kveðja frá flugvellinum í Vín, er á leiðinni heim í frí. Vonandi ekki hiti þar.

G.Fylkis (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband