Fréttatilkynning.........

Ég einfaldlega verð að koma með eina stutta...

Eins og allir vita heima á Íslandi þá er heimsmeistaramótið í Krikket í gangi, Errm eða kannski ekki. Allavega þá er mótið í fullum gangi og Sri Lanka er að gera góða hluti og já ég er kominn inn í Krikket reglur, ég bjóst aldrei við að ég myndi horfa á Krikket og hvað þá að vera spenntur yfir því, en svo var tekið matarhlé og ég var ekki spenntur lengur  Grin algjör snilld.

Sri Lanka er sem sagt komið í úrslitaleikinn eftir að hafa unnið Nýja Sjáland nokkuð örugglega í undanúrslitaleiknum sem að var í gær og þeir munu mæta, tja líklega Áströlum sem eru þessa stundina að valta yfir Suður Afríku sýnist mér. Smile Það er náttúrlega allt á öðrum endanum hérna vegna gengis heimamanna en það sem að mér fannst skemmtilegast við þetta allt það var frétt í einu blaðinu hérna, þetta var nokkurs konar fréttatilkynning frá Tígrunum, og hún var svona.

Þann 24 apríl er Sri Lanka að keppa við Nýja Sjáland í undanúrslitum á heimsmeistaramótinu í Krikket, að þessu tilefni og vegna þess að við verðum allir að horfa á leikinn, þá munum við ekki ráðast á stjórnarhermenn á þessum degi.LoL

Þetta er kannski ekki alveg bein þýðing en þetta var innihaldið, segiði svo að íþróttir stöðvi ekki stríð, mér finnst þetta vera algjör snilld... Grin

Búið í bili. Kv. J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kvitt kvitt

Steinunn E (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 17:16

2 identicon

Á dauða mínum átti ég von en ekki færslum með svona stuttu millibili. Kveðja af klakanum. G.Fylk

G.Fylkis (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 314

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband