Breytingar, breytingar, breytingar

Héðan frá Sri er ekki mikið að frétta sem er ástæðan fyrir því að ég hef ekki verið setja neitt hérna inn (Gummi Wink). Það sem er búið að gerast síðan síðast. Hmmmmmmm

Í fríinu mínu um daginn þá fór ég í heimsókn til bróður míns sem að býr í Svíþjóð, ég hef ekki hitt í langan tíma, það var virkilega gaman og þau tóku vel á móti okkur, það var líka gott að setjast bara aðeins niður og spjalla við bróa. Hann á stelpu jafngamla Jóhönnu og þær náðu alveg svakalega vel saman böbluðu saman á dansk/sænsk/íslensku..Smile Fórum með þær og strákinn hans í tívolí í Gautaborg sem var þvílíkt stuð, það verður víst að viðurkennast að hugrekki einhvernvegin lýtur maður með öðrum augum á þessi tæki þegar börnin manns eru að fara í þau heldur en þegar maður var sjálfur alveg vitlaus að fara í þau á árum áður Grin maður er búinn að þroskast svo mikið með árunum, hmmmm tja eða ekki...

Flugið til Sri gekk svona nokkurn veginn stórslysalaust fyrir sig, smá seinkunn í París vegna þess að þeir eru hættir að fljúga á nóttinni hérna, skíthræddir við Cesnu flugher kisana, kom á hótelið og var fagnað og heilsað með virktum af staffinu, ætli maður sé búinn að vera of lengi á hóteli þegar staffið þekkir mann með nafni?? Spurning.

Síðasta laugardag fórum við svo til Colombo ég, Aðalbjörn, Dagný og Helga. Tékkuðum okkur inn á Hilton hótel, asskoti fínt hótel, fengum okkur að borða og kíktum svo á lífið í Colombo mjög gaman en hápunktur kvöldsins voru þó litlu gulu nuddararnir sem að umkringdu Dagnýju á djamminu, ég læt fylgja linkinn á bloggið hennar því hún segir svo vel frá þessu sjálf. http://www.dagnyst.blogspot.com/  Algjör snilldar saga.

Núna er að koma upp skrítinn staða hérna úti, það eru svo margir að fara heim, klára samningana, og það virðist ekki vera neitt í sjónmáli að það komi út fólk í staðinn, helsti söknuðurinn er þó að Aðalbjörn fór heim í fyrrinótt. Hans verður sárt saknað hérna af vinum en á móti samglaðst með honum að vera kominn heim.. Smile 

Hlakka til að hitta þig Aðalbjörn og eiga við þig gott spjall það hefur verið mjög gott að eiga þig að hérna úti og geta leitað til þín.

Jæja þá er búið að gráta Björn bónda. Smile Ég setti inn 3 myndir um daginn og það koma fleiri núna í framhaldinu.  Það er þó jákvætt að það er eitthvað farið að minnast á það að við förum aftur út í feltið og er ég ekki frá því að það bjargi ýmsu hérna svo sem eitt stykki geðheilsu minni...

Biðst innilegrar afsökunar að þessi skrif skuli ekki vera skemmtilegri en ég fæ vonandi eitthvað bitastætt og skemmtilegt að skrifa um fljótlega... Grin Kveðja til allra heima sérstaklega til pæjanna minna sem eru báðar á Íslandi um þessar mundir..

Kv.J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ánægður með þig.  Kv. G.Fylkis

Guðm. Fylkis (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 313

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband