Hættur og á leiðinni heim

Þá er komið að síðustu færslu minni hérna frá Sri Lanka, Gummi þakka þér kærlega fyrir dyggan lestur og stöðug comment, gangi þér vel í þínum störfum og ég hlakka til þess að setjast niður með þér og bera saman reynslu okkar. Ég á ekki von á því að ég muni blogga mikið hér eftir og ég vona að allir sem að hafa lesið þetta hjá mér hafi haft einhverja ánægju af því. Ég hef áður sagt að sögunar eru miklu fleiri en ekki við hæfi að setja þær hér, þær fara í reynslubankann.

Gærdagurinn var mjög blendinn tilfinningalega, síðasti vinnudagurinn og það var bæði ánægjulegt og einnig var smá söknuður sem að lét á sér bera þegar ég talaði við heimamenn sem að ég hef unnið sem mest með bæði hérna í Colombo og einnig í Vavuniya, því miður komst ég ekki aftur á gamla svæðið mitt þessar síðustu tvær vikur, það eina sem að ég gat gert var að hringja í stafsstöðina þar sem að ég var og tala við þau öll í einu það endaði svo með því að þau töluðu öll við mig í sitt hvoru lagi eftir það og ég fékk svo frábærar kveðjur frá þeim og ég hugsa að ég hafi sjaldan fengið eins miklar lofræður á jafn stuttum tíma. Svo fór ég og spjallaði við þau sem að ég hef mest verið í samskiptum við hérna í Colombo og það var sama, mér var sagt hvað mín yrði saknað og í hversu háum metum ég væri hjá þeim, þetta var eiginlega orðið of mikið. Smile En þetta var mjög ánægjulegt að hafa kynnst þessum einstaklingum og að þau bera þessa hlýju til mín er ómetanlegt. Á morgunn verður svo í síðasta skipti á skrifstofunni, þá er búið að bjóða okkur í hádegismat og við verðum kvödd formlega, þar skila ég af mér síðustu hlutunum sem að ég hef frá SLMM.

Í gærkvöldi héldum við partý fyrir alla í SLMM sem að áttu heimangengt það voru því miður ekki margir sem að komust frá útstöðvunum bara þau sem voru á leið í eða úr fríi, þetta heppnaðist samt rosalega vel og það var mikið stuð langt fram eftir nóttu, umræðurnar í lokinn voru svo misgáfulegar og sumir allt of þreyttir til þess að fara heim en á heildina litið mjög skemmtilegt og góður endir á veru minni hérna á Sri Lanka.

Ég kveð svo Sri Lanka á þriðjudagsmorgunn etir níu mánaða veru hérna, í heildina litið fer ég héðan sáttur ég hef öðlast dýrmæta reynslu kynnst frábæru fólki og öðlast nýja sýn á lífið að lifa og hrærast í því (stríðs) ástandi sem að er í þessu landi.

Þá ætla ég ekki að vera að hafa þetta mikið lengra og núna getur litla ljónið mitt komið og farið eins og henni sýnist, ég er nú samt nokkuð viss um að hún fær ekki að vera með tyggjó þegar hún fer að sofa þó að hún geti snúið pabba sínum í kringum sig nánast að vild..  LoL Hlakka til að sjá ykkur öll heima sérstaklega prinsessurnar mínar og koma lífinu í eðlilega rútínu.

Kv.J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey, common, þú ferð ekkert að hætta að blogga, þetta er ekki nema kannski ein færsla á mánuði og það ætti ekki að vera þér ofviða heima

Þegar þú ert svo tilbúinn í næstu ferð þá mæli ég með Bosníu, nokkuð öðru vísi en SRI en samt margt sameiginlegt.

kv frá Sarajevo. G.Fylkis

Guðm. Fylkis (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 314

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband