21.1.2007 | 15:52
Smásaga
Gott kvöld gott fólk...
Ég veit að ég sagðist ætla að koma með ferðsöguna frá Jaffna í dag en ég ætla að vera frekar fúll á móti og svíkja það, ég er bara einfaldlega ekki búinn að raða saman sögunni sem að ég ætla að koma með og er of þreyttur núna í kvöld til þess að skrifa eitthvað vitrænt, ég ætla samt að koma með eina stutta sögu.
Ég fór eitt föstudagskvöldið með einum norðmaninum og við vorum búnir að ákveða það að við ætluðum að kíkja á einhvern pöbb til þess að fá okkur bjór við fórum í lobbýið og fundum okkur leigubíl og sögðum bílstjóranum að fara með okkur á pöbb bílstjórinn var nú ekki lengi að finna stað fyrir okkur, áður en við fórum vorum við samt búnir að ákveða að vera ekkert að auglýsa það hverjir við værum og þar sem að félaginn er búsettur í Skotlandi og við báðir með hreim sem að gæti alveg verið skoskur þá lá það vel við að segjast vera þaðann, þegar við vorum að nálgast pöbbinn þá komum við að þar sem að löggann er með tékk og var okkar bíll stoppaður. Fimm lögreglumenn allir náttúrulega vopnaðir sínu fallegu og skemmtilegu vélbyssum, einn af þeim rekur hausinn inn í bílinn og spyr okkur hvaðan við séum, félaginn var fljótur til og sagði með flottum skoskum hreim, we are from Scotland, löggann horfði á okkur í smástund og sætti sig svo bara við þetta svar, pöbbinn sem að við vorum að fara á var bara nokkrum meturm frá þeim stað sem að löggan var þannig að við röltum inn til þess að fá okkur bjórinn.
Eftir 2-3 bjóra og heilmikið spjall, löngu búnir að gleyma löggunni, ákváðum við nóg væri komið og ætluðum að halda heim á leið. Við gengum út af pöbbnum og ætluðum að finna okkur leigubíl nema að það var ekki einn einasti leigubíll á svæðinu og engann að sjá nema þessar fimm löggur sem að við höfðum hitt áður en við fórum inn á pöbbinn og það æxaðist þannig að við stóðum við hliðina á þeim að reyna að finna okkur leigubíl, tveir af þeim gáfu sig á tal við okkur og fóru að spjalla við okkur, annar þeirra spyr mig hvaðan eruð þið og ég svaraði samviskusamlega, we are from Scotland, þá heyri ég út undann mér að félaginn er spurður sömu spurningar, hann hafði greinilega gleymt planinu því hann svarar, we are from Norway, úpps ég leit á þá til að athuga hvort að einhver af þeim hefði áttað sig á þessu og jú sá sem að hafi rekið hausinn inn í bílinn áttaði sig greinilega á þessu. Hann nálgaðist með mjög rannsakandi svip og horfði á félaga minn, where are you from? Spurði hann, ég hnippti í félagann og hvíslaði það sem að við höfðum ákveðið, norsarinn var fljótur að átta sig og svaraði, we are from Scotland, ég var alveg viss um það að nú væru þeir komnir með það á hreint að við værum að bulla í þeim og við myndum lenda í vandræðum, það kom mér því skemmtilega á óvart þegar löggann tók þessu bara og var alveg sáttur við þetta svar.
Við þurftum svo að standa hjá þessum strákum í þó nokkurn tíma og ég var farinn að svara spurningum í skoskri sögu sem að ég er nú ekkert sérstaklega sleipur í, var farinn að rifja upp Braveheart og meira að segja Trainspotting bara að finna eitthvað sem að hljómaði gáfulega og vona það að enginn af þeim væri sérfræðingur í skoskri sögu eða þekkti til Skotlands á neinn hátt, ég hef sjaldan verið eins glaður og þegar það kom leigubíll og við komumst í burtu, ekki það að þeir hafi á neinn hátt verið ógnvekjandi og þeir voru meira að segja mjög vinalegir i garð okkar, bara vegna þess að ég vissi mjög takmarkað um hvað ég var að tala. Allavega ákváðum við í leigubílnum að vera ekkert að kynna okkur sem aðra en við erum í framtíðinni...
Ferðasagan kemur á morgunn... Góða nótt.
Kv. J
Um bloggið
Jennafréttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gat nú verið að þér tækist að koma þér í vandræði.Dagný verður bara að passa þig, upp á dag
G.Fylkis (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 18:25
Þú og þitt grín greinilegt að þú verður að passa upp á félagan næst, þegar þið fáið ykku í glas. Svo hann fari nú ekki að koma ykkur í bobba Bið kærlega að heilsa og farðu svo varlega þarna úti. Kv. Þura
Þuríður Björg Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 02:49
Saknaði þín á þorrablótinu heima um helgina.... verðum að taka snúning á næsta ári Kv. Anna Björk
Anna Björk Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.