Ferðasaga

Já já já ég veit að ég ætlaði að koma með þessa sögu í gær.... Biðs innilega afsökunar á því að hafa ekki staðið við það en svona er þetta bara stundum...

Allavega hér kemur ferðasagan svona að einhverju leyti ég sé til hvort að ég læt hana koma alla í einu eða hvort hún verður í tveimur hlutum.

Okkur var keyrt á gamla alþjóðaflugvöllinn í Colombo sem að er núna eingöngu notaður af flughernum, eftir að hafa farið í gegnum strangt vopnaeftirlit fórum við út í gamla cargovél og það verður að segjast að þetta var ekki traustasta flugvél sem að ég hef flogið með, við sátum á járnbekkjum meðfram hliðunum ásamt um það bil 40-50 hermönnum og löggum sem að voru að koma úr leyfi, þarna sat ég í þvílíku þrengslunum með hermenn á hvora hlið og með gamlann vír sem að var í loftinu á vélinni til þess að fólk gæti haldið sér í, minnti á vélar sem að maður sér í bíómyndum og er með fullt af fallhlífarhermönnum, flugið gekk nú svona alveg þokkalega fyrir sig nema að það var líkast því að vera í sauna að vera í þessari vél hitinn var svakalegur. Við lentum nú samt heilu og höldnu en mér tókst samt að reka hausinn í á leiðinni út úr vélinni. Smile

Þegar við vorum komnir þá þurftum við að ná í bíla sem að höfðu verið geymdir fyrir okkur í herstöðinni og svo var ekið í áttina á að Jaffna. Mér hafði verið sagt að fólkið í Jaffna, Tamílar, litu á sig sem eitthvað betri en aðra Tamíla og það verður að viðurkennast að mér flaug það í hug þegar ég sá fyrstu beljuna á svæðinu, þessa elska var nefnilega með hausband, ekki ósvipað og margir voru með á hausnum á eightys tímabilinu. Fyrst hélt að ég hefði séð ofsjónir vegna höfuðhöggsins en sá að það var ekki þegar ég sá þá næstu sem að var líka með svona skemmtileg band og nota bene það var glimmer sem að beljan bar með stolti.... LoL Ekki ofsjónir vegna höfuðhöggs sem að var það jákvæða.

Við fórum svo á skrifstofuna í Jaffna og hittum fyrir yndislegt starfsfólk og það verður að segjast enn einu sinni að þetta fólk sem að byggir þessa eyju býr yfir ótrúlegu jagnaðargeði og teku því sem að höndum ber með ótrúlegri ró og alltaf brosandi, að vísu er allir  hérna meira og minna brosandi og það getur svolítið scary að horfa inn í byssuhlaup og maðurinn sem að heldur á byssunni er skælbrosandi og talar við mann eins og gamlann vin og maður vonar það ósjálfrátt að þetta sólheimabros sé ekki vegna þess að hann sé eitthvað klikk og bara glaður að hitta mann... Smile 

Jæja ég er hættur í bili og kem með framhaldið vonandi á morgunn... Wink

Kv. J

 

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Guðmundsson

Meirihluti Tamíla eru Hindúatrúar, og kýr eru heilagar í þeirra trúarbrögðum. Mjög líklega þess vegna sem þeir setja þetta "skraut" á þær.

 Kveðja Kristján Guðmundsson, um það bil að verða samverkamaður þinn á Sri Lanka.

Kristján Guðmundsson, 24.1.2007 kl. 00:02

2 identicon

G.Fylkis.  Jenni, hefurðu skoðað myndirnar af þér hjá DSH. Miðað við þær þá líturðu eins út í desember n.k og verður enn þarna úti. 

G.Fylkis (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 13:05

3 identicon

Jæja þá er maður loksins búinn að fara yfir þessa síðu alla saman og þetta er alveg magnað, gaman að geta fylgst svona með þér drengur. Þetta er greinilega mikil upplifun!

Kveðja frá R33. Logi, Bjarney og Bjarki

Logi (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 17:22

4 identicon

Hey, common, eruð þið Dagný í keppni um hver getur látið líða lengst á milli færslna á bloggið hjá ykkur. 

G.Fylkis (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband