1.2.2007 | 14:47
Loksins
Jæja þá ætla ég loksins að skrifa eitthvað hérna, ég biðst bara afsökunar á að hafa verið svona latur að skrifa hérna en það eru svona mis góðar ástæður fyrir því að ég er ekki búinn að því og við förum ekkert nánar út í það.
Síðan ég skrifaði hérna síðast þá er ýmislegt búið að ganga á en samt í rauninni svo lítið þar sem að svona hótellíf sem að maður er búinn að lifa meira og minna í rúmann mánuð er ekki upp á marga fiska og það sem að gerist hérna þegar maður fer út af hótelinu er eitthvað sem að maður fer mjög varlega í að segja frá.
En svo ég klári Jaffna þá var einstaklega dapurlegt að koma inn í Foodcity, Bónus þeirra á Sri Lanka, því þar eru allar hillur tómar fyrir utan eitthvað smotterí af kremum og einhverju öðru smávægilegu ótrúlegt að sjá þetta og upplifa árið 2007 en svona er þetta hérna sum staðar. Flugferðin hingað gekk svo bara vel fyrir utan mikil þrengsli í þessum fallegu hervélum og mér tókst að reka hausinn í á leiðinni út, held að það hafi verið sama stykkið og ég rak mig í þegar ég var að fara til Jaffna sem segir manni það að ekki tókst mér að læra af reynslunni þar..
Ég fór síðann í síðustu viku og leysti af upp í Tígralandi, það er í höfuðstað tígrana um þessar mundir, einstaklega athyglisvert að koma þangað og vera í nokkra daga. Ég upplifði svakalegustu rigningu sem að ég hef nokkur tímann á ævi minni séð, ég fór á rúntinn í bænum og bærinn var bókstaflega algjörlega á floti það fólk sem var á annað borð á ferli óð vatnið svona sirka upp á miðja kálfa, göturnar voru svona eins og göturnar á Þjóðhátíð í eyjum eftir rigningarhátíð, meirihlutinn af verslunum voru lokaðar, en ein upplifun hérna.
Það er aftur á móti komið að kaflaskilum hérna hjá mér, ég er að fara í mitt fyrsta frí síðann ég kom hingað í nóvember og ég get ekki sagt annað en að það er eitthvað sem að ég þarfnast mjög mikið, ég er orðinn mjög þreyttur andlega og líkamlega, þetta verður reyndar ekki mjög langt, 8 dagar, en það verður samt bara frábært að komast í annað umhverfi og ekki þurfa að hugsa um þetta hérna í þennan tíma, nú og svo kem ég líka heim til Íslands í byrjun mars og það verður líka alveg frábrært að koma heim, geta knúsað stelpurnar mínar og hitt alla heima.
Jæja það er eitthvað farið að fjölga hérna í herberginu þannig að ég fer að segja þetta gott í bili, ég veit hvernig það fer með blogg á meðann ég er í fríi ég mun samt örugglega eitthvað tjá mig hérna ó og hrósið fær einn af mínum uppáhalds Akureyringum sem að gaf mér Harðfisk.......
Heyrðu Gummi, hvort okkar vann?????? Sérstök kveðja til þín Gummi og vona að allt gangi vel hjá þér..
Kv. J
Um bloggið
Jennafréttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður. Þú verður sigurvegarinn því DSH skrifaði svo lítið. Njóttu þess að vera í fríi. Varðandi þetta að reka hausinn svona uppundir þá er þetta trikk hjá þeim til að safna DNA sýnishornum af farþegum. Frakkarnir hér sögðu mér það. Auðvitað hefur verið þröngt í vélinni, þú varst þar nú hahahah. Kveðja frá frosti á nætur og snemma morguns og svo allt upp í 10 stiga hiti yfir daginn. Hef enn ekki séð rigningu svo neinu nemur en hér hefur snjóað.
G.Fylkis (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 15:19
Hæ hæ hafðu það gott í fríinu þínu, vonandi sér maður þig hér á stöðinni.
Kveðja Steinunn
steinunn (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 18:37
Hafðu það gott í fríinu hlakka til að sjá þig þegar þú kemur heim
kv Helgi Már og co
Helgi Már (IP-tala skráð) 1.2.2007 kl. 22:59
æji pabbi ég var búin að skrifa svo mikið í gestabókina en svo kom það ekki.
vildi bara segja þér að ég elska þig svo mikið og sakna þín alveg fullt fullt fullt.
er að fara til íslands á morgun en þú verður ekki þar það verður sko öðruvísi þá
farðu varlega elsku pabbi inn og ég hitti þig bráðum
bæ bæ
Jóhanna Jennadóttir
Johanna (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.