Abu Dhabi

Jæja þá er ég kominn í frí og mikið ofboðslega er það gott... Smile Finn það enn betur núna að ég þarfnaðist þess mjög mikið og að breyta um umhverfi, Abu Dhabi er stórborg það fer ekki á milli mála, Colombo er eins og sveitaþorp í samanburði, það var virkilega skemmtilegt þegar ég var að keyra frá flugvellinum og inn í borg að sjá alvöru götur og hvernig umferðin gekk fyrir sig. Það verður reyndar að viðurkennast að það tók mig smá tíma að venjast hægri umferðinni aftur merkilegt hvað maður er fljótur að venjast vinstri umferðinni.

Ég hélt nú á tímabili að ég myndi ekki komast úr landi, tveggja og hálfstíma seinkunn enn að lokum komst ég af stað. Verð aðeins að bera saman Lankaair og íslenskt flugfélag og það verður að segjast að íslenska flugfélagið fer halloka á öllum sviðum þjónustu. Í fyrsta lagi er það plássið fyrir fætur sem er mun meira hjá þeim hérna, nota bene fólkið hérna er mun minna, maturinn ekki sambærilegur hér er boðið upp á mismunandi rétti og það eru sko alvöru skammtar hérna líka. Síðast en ekki síst er það drykkirnir sem eru allir fríir hérna og þá skiptir engu máli hvað það er sem þú pantar. Það verður þess vegna að segjast að það er undarlegt að flugfélag sem vill telja sig sem eitthvað klassa dæmi skuli fara halloka fyrir flugfélagi frá Sri Lanka.  Jæja búinn að dissa þetta nóg.

Núna er ég búinn að fara og skoða mig um hérna í næsta nágrenni, er samt að spá í að færa mig um set og komast nær ströndinni, er samt ekki alveg búinn að ákveða þetta fór á smá eyðslufyllerí hérna áðann og keypti gjafir handa fólki heima og ég veit um eina sem að fengi algjört æði hérna, tilvonandi ferðafélagi minn til Ástralíu getur tekið þetta til sín. Smile

Jæja ég er hættur í bili, þorði bara ekki að láta líða eins langt á milli núna, Gummi skammar mig alltaf og þeir sem þekkja hann vita að það er ekki gaman......... LoL

Kveðja frá Abu. J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður.  G.Fylkis

Gummi Fylkis (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband