7.6.2007 | 05:13
Allir að fara
Það eru miklar breytingar framundan hérna, þann 12 þessa mánaðar þá eru hvorki fleiri né færri en 6 kvikyndi að hætta í missioninu, það verður þess vegna frekar fátt núna næstu vikurnar á meðann að nýja fólkið er að koma sér hingað niður eftir. Það verður mikill söknuður að missa þetta fólk þar sem að maður er búinn að mynda tengsl við þau en svo ég vitni nú í dóttur mína "að heilsast og kveðjast er lífsins saga" vona að þetta hafi verið rétt hjá mér annars verð ég örugglega leiðréttur.
Annars er búið að vera rólegt hérna síðustu 2 daga, það varð allt vitlaust á laugardaginn og fram á þriðjudag á gamla staðunum mínum, það er að segja við víglínuna ég fékk fullt af símtölum frá fólki þarna uppfrá og þetta ástand er fáránlegt gagnvart hinum almenna borgara ekki að það komi neitt við þessa menn.
Forsetinn mætti hérna í viðtal á sjónvarpstöð og sagði að allt væri búið með friðarsamkomulagið sem að við erum að hmmmmm fylgjast með að haldist, strax daginn eftir voru öll blöðin hérna að draga úr orðum forsetans, já og trúið mér að flest blöðin hérna birta ekkert án þess að vera búin að tékka á því hvort að þau megi birta þessa frétt, spurningin hvort að þetta hafi verið einhver pólitísk flétta hjá forsetanum til þess að lýta vel út þar sem að hann virðist vera að reyna að impressa lönd hér í kring. Annars er ég ekki það pólitískt þenkjandi að ég geti lagt einhvern dóm á það.... Kemur mér spánskt fyrir sjónir (furðulegt orðatiltæki).
Ég er búinn að sækja um frí og stefni á að koma heim í júlí því ekki ætla ég að missa af afmælisdegi hjá litla ljónsunganum mínum, hún er núna ekkert á því að tala við pabba sinn í síma, enda nóg annað að gera heldur en að vera að hanga í einhverju símaveseni, verð að viðurkenna að mér leið nú aðeins betur þegar mamma hennar sagði mér að þetta væri nú ekki bara ég sem að hún nennti ekki að tala við heldur nennti hún bara almennt ekki að tala í símann.
Eldra dóttureintakið er að flytja heim í sumar og kemur væntanlega á þeim tíma sem að ég verð í fríi heima, ekki slæmt það, ég fer svo aftur hingað út í 2 vikur til þess að klára samninginn minn hérna og það verður nú bara að viðurkennast að það verður voðalega ljúft að komast aftur í daglegt líf heima á Íslandi. Þessi tími hérna hefur samt reynst mér mjög dýrmætur og lærdómsríkur og kennt mér (allavega í 2 vikur eftir heimkomu) að meta þær aðstæður sem að maður býr við heima fyrir utan veðrið náttúrulega.
Kv.J
Um bloggið
Jennafréttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lesið. G.Fylkis
Guðm. Fylkis (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.