Síðasti áfanginn

Já þá er maður kominn út aftur eftir stórkostlegt frí með stelpunum mínum. Það er samt orðið svo stutt eftir hérna að maður gerir sér eiginlega ekki grein fyrir því það eru 10 vinnudagar eftir hérna úti og 14 dagar í að ég komi heim. Við komum saman ég og Helga sem að kom með mér hingað á sama tíma við erum hérna jafn lengi upp á dag.

Ég er að vonast til þess að komast á gamla svæðið mitt áður en ég fer og kveðja það góða fólk sem að ég vann með þar, það kemur í ljós núna í vikulokin hvort að það verður eitthvað af því. Annars er ástandið hérna sérstaklega gott það hafa verið miklir bardagar á austurströndinni sem að virðast vera að færast í norðrið núna og ég vil ekki hugsa út í það hvað gerist ef að þetta breiðist alvarlega út þar.

En það er best að taka upp léttara hjal, litla ljónið fékk línuskauta frá mér í afmælisgjöf og ljómaði með þá hún fékkst varla til þess að fara úr þeim eftir að hún fékk þá. Eldri prinsessan ætlar að fara að reyna fyrir sér í fótbolta og segist vilja vera í marki, það er spurning hvort að hún fetar í fótspor vinar míns sem að heldur því fram að hún sé skírð í höfuðið á, ég vona bara að hún hafi gaman af þessu og fái áhugann til þess að halda áfram.

Við sjáum svo til hvað ég verð duglegur að skrifa hérna þessa síðustu daga en ég lofa engu. Grin

Kv.J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér var nú bara brugðið, fékk þær fréttir að heiman að það væri komið nýtt blogg hjá Jens, varð að kíkja og já, það var komið nýtt blogg. Duglegur........

Mundu bara að fara aðeins yfir það hvað þú hefðir viljað klára að sjá áður en þú ferð heim og hvort þú náir að sjá allt það sem þig langaði að sjá.  Það er ekki víst að þú eigir nokkurn tímann eftir að fara þangað aftur. 

Guðm. Fylkis (IP-tala skráð) 8.8.2007 kl. 18:41

2 identicon

Hlakka til að sjá pabbi,og geta rölt endalaust fram og til baka...

Annars móðgaðist ég illa við mömmu í gær þegar ég mátti ekki fá tyggjó upp í rúm þegar ég var að fara að sofa,og sagði við hana að ég ætlaði sko ekki að búa hjá henni þegar ég yrði stærri  (ömurlegar reglur sem ég bý við pabbi)

þannig að það er gott að þú ert svona nálægt...

sjáumst eftir nokkra daga..

Katrín Tinna 5 ára (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband