Arlington og Virginía

SH101289SH101291

Þetta var merkilegur dagur. Við vöknuðum klukkan 9:00 og borðuðum morgunmat, hafragraut og fitulausan jógúrt. Síðan fórum við með lest að Arlington kirkjugarðinum sem er í byrjunaratriðinu í Saving Private Ryan. Þetta er stærsti kirkjugarður Bandaríkjanna og því stór en þarna eru allir forsetar og hermenn jarðaðir.

 SH101293

Ég held að við höfum labbað svona 6-7 kílómetra þarna. Við sáum eftirtalda grafreiti; Robert E. Lee, William H. Taft bandaríkjaforseti, Robert Kennedy, John F. Kennedy og fjsk ofl ofl. Þetta var tilkomumikil sjón og við lentum í miðri jarðaför hjá hermanni sem féll í Írak. Það er ótrúleg umgjörð í kringum athöfnina.

 SH101273

Við fórum svo og sáum "Flags of Our Fathers" styttu af mönnunum sem reistu fánann á Íwo Jima. Huge stytta. Svo fórum við og sáum stærstu skrifstofubyggingu í heimi, Pentagon. Hún var ekki minni. Eftir þetta fórum við að versla jólagjafir. Alls tók þetta um 11 tíma ekki nema. Þangað til næst Usa drengirnir.

 SH101297


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver var að spurja? 

Maggi Hólkur (IP-tala skráð) 18.11.2006 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband