3.12.2006 | 09:35
Æfingar
Æfingaaðstaðan hérna líkist kannski ekki Laugum, en við erum með bekkpressu og möguleika til þess að gera fótaæfingar bæði að framann og aftann í sömu græjunni og er það einstaklega hentugt, einnig er í tækjasalnum róðravél, nokkur lóð og boxpúði. Eins og ég segi þá er þetta ekki mikið og kannski ekki alveg að samsvara þeim þyngdum sem að ég er að lyfta þegar ég æfi í Laugum en þetta er það sem að maður hefur og maður verður að gera sér það að góðu.
Ég fór á æfingu í gær og ákvað nú að prófa að berja aðeins í boxpúðann, það kom nú samt fljótt í ljós að það er líklega eitthvað sem að ég mun ekki geta gert mikið af. Púðinn er eins og lög gera ráð fyrir festur í loftið, þegar ég byrjaði að slá í hann með stungum og alls konar fléttum sem að Bubbi hefði verið stoltur af, BOBA og allt það, þá áttaði ég mig á því að loftið sem að púðinn er festur í jaaaa það var ekki alveg að meika þessar gríðarlegu boxtaktík mína. Loftið og nánast allt húsið lék á reiðiskjálfi þannig að ég ákvað að leggja boxið á hilluna svona í bili allavega, kannski tekst mér að fá húsvörðinn hérna til þess að styrkja þetta eitthvað en það þarf þá líklega eitthvað að styrkja húsið þannig að ég veit ekki alveg hvernig það verður.
Húsið sem að við félagarnir búum í er kallað Valhalla enda erum við víkingar, nema hvað að það er rétt hjá skrifstofunni ca, 200 metrum frá. Ég ákvað í morgunn eða hádeginu þegar ég vaknaði, það er frí í dag, að núna ætlaði ég að prófa að fara út að skokka. Ég klæddi mig stoltur í hlaupaskóna og hélt af stað hljóp sem leið lá í áttina að skrifstofunni og var stefnan sett á, já ætli við verðum ekki að kalla það íþróttavöll en það er sem sagt smá holóttur grasvöllur með netlausum fótboltamörkum og þar spila heimamenn Krikket. Nema þar sem að ég skokkaði í áttina að skrifstofunni og nálgaðist vélbyssuhreiðrið, sem að löggurnar sem eru að vakta skrifstofuna, eru í þá þustu þeir út og horfðu á mig koma, þeir voru með þvílíkum undrunarsvip á andlitinu, nota bene það er eðlilegt hérna að komast ekki leiðar sinnar á bíl af því að það er belja á veginum, nú þeir töluðu mikið og bentu á mig en höfðu þó rænu á því að bjóða mér góðan daginn. Ég skokkaði svo áfram í áttina að vellinum og olli hér um bil árekstri þegar maður á mótorhjóli flaug hér um bil á hausinn við að snúa sér við og horfa á mig.
Þegar hér var komið við sögu var ég farinn að átta mig á því að þetta var eitthvað sem að heimamönnum fannst skrítið. Þegar ég kom svo að vellinum og hljóp inn á hann og byrjaði að hlaupa í hringi þar, þá fyrst stoppaði Krikketleikurinn sem að var í gangi á vellinum og ég var farinn að halda að ég þyrfti að fara rifja upp fyrstu hjálpar kunnáttu mína. En ég var ákveðinn í því að klára mína æfingu og hélt áfram ótrauður. Þar sem að ég nálgaðist það að klára minn fyrsta hring þá var fólk farið að safnast saman fyrir utan girðinguna og horfa á mig, Krikket gaurarnir byrjuðu reyndar aftur að spila eftir smá stund en gjóðuðu samt alltaf á mig, en þar sem að ég nálgaðist nokkuð stóran hóp og ég stökk fimlega yfir kúamykju sem var á leið minni þá var greinilega einn sem að var forvitnari en aðrir. Þegar ég hljóp fram hjá sagði hann mjög kurteislega, good morning sir how are you doing? ég sem var gjörsamlega að kafna úr mengun og lykt af brennadi rusli, svaraði i´m fine thank you. Þeir félagar hlógu mikið og þessi stóri klikkaði útlendingur sem að hljóp hring eftir hring um völlinn létti greinilega lundina hjá mörgum heimamönnum því það hafa örugglega safnast saman svona 40-50 manns í kringum völlinn til þess að sjá þetta stórmerkilega fyrirbæri og var mikið hlegið og mikið bent.
Segiði svo að maður geri ekki gagn hérna, en mikið ofboðslega sakna ég hreina loftsins á Íslandi.....
Kv. J
Um bloggið
Jennafréttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður gamli Enda held ég að það sé ekki á hverjum deigi sem að þetta fólk sér Hlaupandi ÍSBJÖRN heheh en gott mál að menn séu að halda sér í formi :)
En vertu bara ekki að hlaupa of hratt fram hjá þessu byssuhreiðrum því þeir eru ekki vanir að sjá Víkinga á hlaupum lol :)
Gott að heyra að það sé gaman hjá þér gangi þér vel vinur.
Bestu kveðjur frá klakanum Gotti.
agustsson (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 20:34
Ég skil þetta alveg, ég hef séð þig hlaupa....
Kv,
Steindi
Steindór (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 01:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.