Stöðugleiki

Við höldum fund á hverjum morgni til þess að meta stöðuna frá degi til dags, þetta er gert á öllum stöðvunum og einnig í höfuðstöðvuum í Colombo og er það bara eðlilegt og gott og blessað með það.

Frá því að ég kom hingað hefur þetta samt alltaf verið þannig að það er alltaf eitthvað nýtt, þá aðalega frá stjórnarhernum og það hefur yfirleitt alltaf eitthvað að gera með tímamörk til að mynda, þið skuluð ekki fara á þennan stað í þetta langann tíma því að við ákveðum á morgunn klukkann þetta hvort að við ætlum að sprengja þarna allt í klessu. Það verður þess vegna að segjast eins og er að maður er alltaf í viðbragðstöðu og tilbúinn að koma sér í burtu ef að allt fer í steik. Þeir sem að til þekkja segja að núna þegar rigningartíminn fer í hönd að það sér akkúrat sá tími sem að Tígrarnir láti til skara skríða ætli þeir sér það á annað borð. Það kemur þá væntanlega í ljós fljótlega hvaða áætlanir þessir snillingar hafa.

Ég er allavega ekki mikið að stressa mig á því að það sér verið að setja tímamörk á hitt og þetta og óvissan í rauninni nokkuð mikil um það hvað gerist á næsta klukkutíma því að það þarf ekki meira en svo til þess að allt breytist og ég tapa ekki miklum svefn út af þessum pælingum. Sleeping Ég þekki nú samt nokkra heima sem að myndu ekki vera sáttir við svona óvissu... Grin Og þar fór rafmagnið í 3x í morgun, hehe þetta er fjör..

Kveðja. J

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Paul

Að hugsa sér. Ekki einu stríð getur fengið þig til að missa svefn.... nei og heldur getur stríð komið í veg fyrir að þú farir út að skokka á milli vélbyssuhreiðra og skriðdreka í viðbragsstöðu.

Paul, 5.12.2006 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband