6.12.2006 | 09:20
Akstur
Úfffff, ég var hræddur.
Ég hef setið í bíl með mörgum misjöfnum bílstjóranum en mikið rosalega brá mér áðan, við fórum og keyrðum fyrirfram ákveðna flóttleið sem að við erum með ef allt fer í bál og brand. Allt í lagi með það en það var ákveðið að við myndum æfa okkur í keyra, við fórum sem sagt ég, Vikki bílstjórinn okkar og Linda sem er norskur friðargæsluliði. Þeir sem ekki vita það þá Sri Lanka fyrrum bresk nýlenda sem þýðir það þeir keyra á vinstri akreininni og stýrið er hægra meginn...
Vikki keyrði aðra leiðina og svo áttum við að keyra til baka, það var ákveðið að ég myndi keyra fyrri helminginn og svo Linda þann seinni, ég hef aldrei keyrt bíl á vinstri akrein og það var mjög sérstakt og það gekk nú eiginlega miklu betur en bjóst við, aftur á móti er umferðin hérna ekki neinu lík eins og ég nú sagt áður frá en aksturinn hjá mér gekk stórslysalaust fór í chiken við nokkra herbíla og ákvað alltaf að tapa þar sem að þeir víkja ekki og þeir voru á stærri bílum en ég og þeir eru líka með byssur.
Linda tók svo við þegar við vorum hálfnuð og þið vitið hvernig þetta er þegar maður byrjar á einhverju nýju þá geta fyrstu mínúturnar sagt til um áframhaldið einfaldlega út af sjálfsöryggi og það var einmitt það sem að gerðist. Við vorum rétt lögð af stað og vorum að taka fram úr svona þriggja hjóla Tug Tug fyrirbæri og Linda var ekki alveg með breiddina á bílnum á hreinu, þagar hún var svo alveg að koma að draslinu stakk sér allt í mótorhjól inn á veginn frá einhverjum hliðarvegi hún þurfti þess vegna að kippa bílnum til vinstri og allt í einu sá ég bara hornið á Tug dótinu nánast beint fyrir framann mig, hausinn á farþeganum og ökumanninum og skelfingarsvipurinn á andlitunum á þeim og þeir urðu nánast hvítir í framann, sem er mjög sérkennilegt að sjá á svona dökkum mönnum nema þú hafir séð Michael Jackson einhverntímann, hvítur svertingi. Ég horfði svo á þá tvo á meðann bílinn fór fram úr þeim og ég hugsa í alvöru að bilið á milli bílsins og Tug dótsins hefði verið mældur í millimetrum. Hjartað tók nokkur aukaslög því að ef að við hefðum lent á þeim þá tel ég mjög líklegt að það hefði orðið banaslys því það er enginn vörn í þessu rusli. Lindu náttúrulega dauðbrá eins og okkur hinum í bílnum og þetta gerði það að verkum að hún varð frekar óörugg það sem eftir var ferðar, við komumst nú samt heim og núna er bara setið og beðið eftir fréttum af ríkisstjórnarfundi hérna.
Það er svolítið magnað með hugsunarháttinn hérna, dýr eru í hávegum höfð og það er allt gert til þess að drepa þau ekki, mannslífið aftur á móti er frekar lágt metið og það er ekki tiltökumál að manni virðist að drepa mann. Þetta kemur íslendingnum í mér spánskt fyrir sjónir og er þetta mjög undarlegt sérstaklega þar sem að á götunum er fullt fullt af hundum í mjög svo misjafnlegu ástand. Oftar en ekki væri maður að gera þessum greyjum greiða með því að skjóta þá, en það er sko harðbannað að gera þessum hundum mein, frekar láta þá reika hér um götur og vegi grindhoraða og hálf dauða. Hundavinir á Íslandi væru ekki sáttir svo mikið er víst en Þetta voru bara svona bara smá pælingar hjá mér.
Kveðja J
Um bloggið
Jennafréttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott síða hjá þér Jenni... þú ert allur að slípast til í tölvumálum. Fínt að geta fylgst með kallinum. Ég get ímyndað mér að þú komir mönnum þarna spánskt fyrir sjónir, hvítur og massaður...
Svenni (IP-tala skráð) 6.12.2006 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.