Stríð.

Ég hef nú hingað til ekki verið að tjá mig um ástandið hérna en ég ætla samt að skrifa nokkrar línur um ástandið hérna.

Ég er búinn að vera að fara um bæi og sveitir þessa fallega lands ég hef talað við marga sem að hafa upplifað hörmungar stríðs og þá er ég að tala um það stríð sem að geisaði hér áður en að skrifað var undir vopnahléssamnniginn 2002. Sá samningur sem að nú er í gildi að sögn stríðsaðila.

Á köflum þá verður maður reiður og maður horfir upp á hvað margt sem að er gert hérna er gjörsamlega tilgangslaust og maður getur jafnvel borið ástandið hérna saman við það hvernig ástandið var í Þýskalandi fyrir seinni heimstyrjöldina.

Fólkið hérna sem margt hefur alist upp við þetta ástand alla sína ævi og ég verð að segja það að flest það fólk sem að ég hitti hérna og ég á samskipti við vegna þessa ástands er hreint út sagt ótrúlegt og það er margt sem þetta fólk gæti kennt umheiminum um æðruleysi. Mæður, feður og börn sem að standa uppi með ekkert í höndunum til þess að framfleyta sér og sínum og þá ósjálfrátt verður manni hugsað til þess velferðarþjóðfélags sem að maður býr við á Íslandi og þau forrétindi að búa þar og alast upp við þær aðstæður sem að Ísland og íslenskt þjóðfélag hefur upp á að bjóða. Því þetta fólk horfir framan í mann skælbrosir og er þakklátt fyrir það að maður er staddur hjá þeim og er að reyna að rétta hjálparhönd hversu máttlaus sem að manni þykir hún vera. Ég ætla ekki að tjá mig frekar á þessum nótunum í bili og frekar að einbeita mér að því skemmtilega sem að gerist hérna.

Í kvöld er kveðjupartý fyrir nokkur sem að eru að starfa hér fyrir hinar ýmsu hjálparstofnanir og maður hittir ýmsa furðulega karaktera sem að eru að starfa hérna en ég segi ykkur frá því fljótlega. Smile

Kv.J

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband