"Frí"

Já þá er maður víst í "fríi" sem er mjög gott og ég finn það að ég þarfnaðist þess að hlaða batterýin. Núna er það bara ræktin á morgnana, sund og sólbað eftir hádegi og ræktin eða tennis seinnipartinnn.... Smile Ég biðst afsökunar á því hvað síðasta færsla var erfið til lestrar en ég hafði ekki tíma til þess að skoða hana þegar ég setti hana inn, ég er núna búinn að laga hana þannig að það er hægt að lesa hana almennilega.

Svo vil nota tækifærið og óska vini mínum og stráknum mínum, Guðjóni Val Sigurðssyni, til hamingju með þann stórkostlega árangur sem að hann hefur náð sem íþróttamaður og svo ég segi það enn einu sinni að þá á hann þetta allt  mér að þakka.. LoL En án alls gríns innilega til hamingju Gaui þú átt þetta fyllilega skilið, haltu áfram að standa þig eins og þú hefur verið að gera og ég kem í heimsókn til Þýskalands fljótlega.

Jæja þá er það smá saga um matinn hérna og styrkleika hans. Devil Á jóladag var okkur boðið á fund með pólitíkus úr röðum kisana (Tígrana) allt í góðu með það og við löggðum af stað rétt eftir hádegið, fundur klukkan þrjú og það tekur tíma að komast á milli staða. Mættum á nákvæmlega til settum tíma og settumst niður með honum, fljótlega var komið með á borðið bakka með einhverskonar rúllum á og svo eitt kókglas á mann, Tígrinn otaði þessum rúllum að okkur og sagði að við yrðum að borða þær þar sem að þær væru sér til búnar handa okkur, ég tók eina rúllu og fékk mér bita. Já já einmitt best að missa bara chillistaukinn eða ég veit ekki hvað í matinn, ég logaði frá fyrsta bita, en það hefði verið mikil ókurteysi að borða ekki rúlluna, þannig að hún var kláruð. Ekki það að þetta hafi verið braðgvont langt frá því þetta var mjög gott en vá hvað þetta var sterkt.

Ég var nokkuð sáttur við  þessa frammistöðu mína og taldi nú að mínu hluta væri lokið með þessari rúllu en nei nei nei því var ekki fyrir að fara, ég varð að gjöra svo vel að borða tvær í viðbót, þegar ég var hálfnaður með  þá þriðju þá var ég hættur að geta talað því tungann var orðinn dofinn, það eina sem að ég fann fyrir í vörunum var hjartslátturinn og svitinn lak niður andlitið mér tókst að ná mér í aðeins meira af kóki sem að ég held að hafi bjargað því sem að bjargað varð. En það var ekki sérlega þægileg heimferðin þar sem að íslenski maginn minn var ekki alveg sáttur við þessa sendingu.Sick

Daginn eftir eða annan í jólum var búið að ákveða að við myndum öll borða saman í hádeginu, við Bernt höfðum hugsað okkur að panta mat en það vildi kokkurinn okkar ekki heyra minnst á, hún kom til mín og sagði að allir innlendu starfsmennirnir vildu Chiken curry og hvort að okkur væri sama þó að hún myndi elda það, við samþykktum það náttúrulega og hugsuðum ekkert meira um  það.

Komið hádegi og maturinn borinn á borð, þá segir kokkurinn við mig, yes wery strong think i see icelandic boy cry, ég fölnaði þar sem að ég var nú ekki sérstaklega öflugur í maganum fyrir eftir rúlluna daginn áður, en ekki gat ég látið það sjást. Ég skammtaði mér á diskinn" mjög hóflega" og byrjaði að borða og ég get sagt ykkur það að þetta var ekki veikari blanda en daginn áður ég þurfti á öllum mínum styrk að halda til þess að ná að klára það sem að var á disknum, svitinn bogaði af mér og það lá við að ég heyrði magann öskra á mig, hvað ertu að gera maður? ertu eitthvað klikk? hvernig á ég að geta unnið úr þessu? ég er enn í kvölum eftir gærdaginn, mér tókst að koma þessu niður án þess að gráta en það munaði ekki miklu, kokkurinn var hæstánægð með mig og hrósaði mér fyrir að geta togað þessu.... Úffffff hvað það var erfitt. Grin

Í lokin má svo taka það fram að eftir næstu ca 5-6 klósettferðir þá var ekki mjög auðvellt að setjast niður af einhverjum ástæðum þá sveið mig alveg herfilega og ég er eiginlega á þeirri skoðun að á þessum tveimur dögum hafi ég komist næst því að "drepa" magann minn.... Wink Ég er samt allur að koma til á orðið auðvellt með að setjast og allt í góðu.....

Kv. J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvurs lags er þetta.  Það var nú ekkert svona sterkt í boði á jólaballinu í gær, sem þig vantaði á.

Guðmundur Fylkisson (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband