Ferðalagið

Jæja þá kom að því.

Fimmtudaginn 23 nóvember klukkan 16.30 héldum við af stað til Sri Lanka það var flogið frá Keflavík til London þar sem að var tekið framhaldsflug með Srilankan (ekki nema 12,5 klst með klukkutíma millilendingu) Flugum frá Heatrow um klukkan 22:00, milllilent var í Male á moldovíueyjum, það er gríðarlegan gaman að sjá Moldóví 999 eyjur, að sögn flugfreyjunar, þar sem að maður meðal annars sér litla borg bókstaflega rísa úr sjónum sem að er alveg mögnuð sjón.

Eftir klukkutíma millilendingu héldum við áleiðis til Colombo, við vorum sótt á flugvöllinn þá tók við ein sú svakalegasta ökuferð sem að ég hef lent í, það er hreint út sagt magnað að það sé bíll heill á götunum hérna á efast um að það myndi seljast bíll hérna ef að ekki væri flauta í honum, þvílík og önnur eins notkun á flautum hef ég ekki kynnst áður LoL

Allavega við komumst á hótelið, sem er mjög flott, við fórum svo út að borða með íslendingunum sem að tengjast þessu missioni og voru staddir í Colombo, fínn matur og góður félagsskapur.

Núna er klukkan hérna er rétt að verða 12 á miðnætti og er stefnan sett á að fara fljótlega í rúmið þar sem að það bíður námskeið snemma í fyrramálið.. Smile

Fyrsta commentið komið frá Sri Lanka og þau verða væntanlega tölvert fleiri þennan tíma sem að ég verð hérna..

Kv. J


China town og ýmsir athyglisverðir staðir í Washington

Fyrripart laugardagsins fórum við í Georgetown, kíktum í búðir og þess háttar, klukkan 4 kom Sonny svo og sótti okkur á hótelið og fór með okkur niður í Chinatown þar sem að hann bauð okkur í mat á ítölskum veitingastað, Matchbox, hrikalega góðar pizzur. Eftir matinn röltum við svo um Chinatown og Sonny skutlaði okkur aftur á hótelið, fínt kvöld.

 SH101311        SH101313

 Við vöknuðum snemma í morgunn og drifum okkur af stað, röltum niður að Lincoln memorial, memorial wall um hermenn sem að féllu í Víetnam og loks að Hvíta húsinu. Hjá Hvíta húsinu er mikið um sölubása sem að selja ýmsa minjagripi, Eiki keypti sér flottann bol, hann varð aftur á móti frekar sár þegar við fundum sama bol í öðrum bás nema að þar var hann 3 dollurum ódýrari, ég varð þess vegna að kaupa bolinn, bara fyrir Eika.. Grin Þeir sem að þekkja Eika vita að þessi kaup mín sviðu örlítið...

 SH101331       SH101376

 Eftir að hafa skoðað alla þessa helstu staði röltum við um borgina, ég hugsa að við höfum gengið hana nánast þvera og endilanga enduðum í Georgtown. Erum í slökun upp á hóteli og ákveða hvað skal gera síðasta kvöldið okkar í DC.

 Kv..

 


Arlington og Virginía

SH101289SH101291

Þetta var merkilegur dagur. Við vöknuðum klukkan 9:00 og borðuðum morgunmat, hafragraut og fitulausan jógúrt. Síðan fórum við með lest að Arlington kirkjugarðinum sem er í byrjunaratriðinu í Saving Private Ryan. Þetta er stærsti kirkjugarður Bandaríkjanna og því stór en þarna eru allir forsetar og hermenn jarðaðir.

 SH101293

Ég held að við höfum labbað svona 6-7 kílómetra þarna. Við sáum eftirtalda grafreiti; Robert E. Lee, William H. Taft bandaríkjaforseti, Robert Kennedy, John F. Kennedy og fjsk ofl ofl. Þetta var tilkomumikil sjón og við lentum í miðri jarðaför hjá hermanni sem féll í Írak. Það er ótrúleg umgjörð í kringum athöfnina.

 SH101273

Við fórum svo og sáum "Flags of Our Fathers" styttu af mönnunum sem reistu fánann á Íwo Jima. Huge stytta. Svo fórum við og sáum stærstu skrifstofubyggingu í heimi, Pentagon. Hún var ekki minni. Eftir þetta fórum við að versla jólagjafir. Alls tók þetta um 11 tíma ekki nema. Þangað til næst Usa drengirnir.

 SH101297


Capital Hill

Eftir að hafa verið vaktir af okkar ástkæra yfirmanni snemma í morgunn (af því að Eki vaknaði ekki við sinn síma).

Þá höfðum vð samband við, Sonny lögreglumann hérna í Washington, hann var ekki lengi að koma og ná í okkur og fór með okkur að Capital Hill í skoðunarferð, fór með okkur þar sem að almenningurfær ekki aðgang, mjög gaman og Eiki ljómaði. Grin    

        SH101215   SH101227  SH101244

Við fórum síðan í verslun í Watergate og versluðum þar í matinn, fengum okkur kalkúnabringu og meðlæti. Eiki var svakalega glaður þar sem allt sem að við keyptum var miklu ódýrara en í gær þegar við fórum út aðn borða.

 

                 SH101209

 Þess má geta að Eiki er búinn að ákveða að við förum ekki aftur út að borða, það er allt of dýrt. LoL


Nóttin

Við fórum í gamla borgarhlutann, Georgetown, þar römbuðum við inn á píanóbar. Eftir korter var þetta eins og í Cheers, where everyone knows your name, og allir sungu "Jenni is going to Sri Lanka" við lagið Yellow Submarine sem var mjög gaman. Svo vorum við vaktir klukkan 04:30 í nótt af okkar ástkæra fulltrúa en Ben átti að fara í símaskýrslu í Hd en það var ekki eins gaman.

Í dag erum við að fara með Yfirlögregluþjón í Capitol Police á rúntinn. Hann ætlar að sýna okkur smá sightseeing. Capitol Police sér bara um þingið og nálægar byggingar. Þangað til næst. Eiki og Jenni biður einnig að heilsa.

Ps. strákar eru kominn einhver mel????


Jenni og Eiki í USA

Jæja þá erum við komnir til Washington..

Gæinn sem keyrði okkur frá vellinum var ekki að fíla að keyra svona langt með okkur en tók þó gleði sína þegar Eiki spjallaði aðeins við hann af sinni allkunnu snilld..

Komnir á þetta fína hótel þannig að næsta mál á dagskrá er að fara að fá sér eitthvað að borða og drekka, það er nú ekki erfitt að finna eittvað þess háttar hérna. 

Fyrsta bloggfærslan er staðreynd, við skulum vona að mér fari ört fram. Police

Kv.Jenni og Eiki


Washington DC

Jæja þá höfum við vinnufélagar Jenna stofnað blogsíðu fyrir hann því við viljum fá fréttir af kallinum þarna "down under".

Á þessari stundu þegar þetta er skrifað er Jens á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll þar hann hyggst fljúga til Baltimore aka þaðan til Washington, ásamt Eika afslætti. Þeir kváðust ætla að eiga rómantíska helgi þar tveir. Grin 

En ekki ætlum við að leggja Jens frekari orði í hönd og vonumst til þess að hann verði duglegur að setja inn fréttir og myndir af sér og öðrum þannig að við getum fylgst vandlega með honum.Smile

Hér fyrir neðan látum við mynd fylgja af Miss Sri Lanka svona svo fólk átti sig á því að hvað Jens er að fara gera þarna suður frá.

 Kveðja frá ástkærum vinnufélögum þínum.

Miss Sri Lanka


« Fyrri síða

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband