Loksins Loksins

Jæja þá er ég loksins kominn í eitthvað alvöru samband við þetta blogg mitt... Smile Ég var búinn að skrifa nokkur blogg sem voru tilbúinn til birtingar og ég ætla að láta þau birtast óbreytt þau að þau komi kannski ekki rétt út miðað við dagsetningar... Allavega koma þau hérna næstu daga.... Hér kemur það fyrsta sem að ég skrifaði í Abu Dhabi.. Smile

 

Bara svona rétt að láta vita af mér. Núna er ég búinn að vera í fríi síðann á föstudag og það verður ekki sagt annað en að þetta er frábært, ég er búinn að sofa út og svo bara látið hvern klukkutíma bara nægja, enginn plön og geri bara það sem að mér dettur í hug. Það er búinn að vera sandstormur fyrir utan borgina í gær og í dag og það er þess vegna mistur yfir borginni en samt mjög heitt. Búinn að rölta mikið um borgina og skoða mig um, heimamenn eru bara vingjarnlegir, flestir vilja selja manni eitthvað af vörum úr, skartgripi og alls kynns varning, þeir eru þó alls ekki of ágengir eins á mörgum öðrum stöðum ef að maður segir nei þá eru þeir ekki að elta mann langar leiðir og suða í manni.Það fer samt ekki á milli mála að það er mikið til af peningum í þessu landi, bílar og aðrir standardar hérna sýna manni það, þetta er mjög skemmtilegt að sjá menninguna hérna og það verður að viðurkennast að þetta er öðruvísi en maður hafði ímyndað sér um þennan heimshluta og einnig bjóst ég aldrei við því að ná að slaka eins vel á og ég hef gert, verandi í stórborg, en það er alveg magnað hvað ég er að ná að hlaða batterýin hérna.  Hefði líka aldrei getað ímyndað mér að ég myndi hafa svona gaman af því að vera einn að ferðast en það er bara fínt, ekkert stress og þarf ekki að taka tillit til neins nema sjálfs míns.

Ég fór inn á veitingastað/pöbb í gær til þess að fá mér að borða og auðvitað var þetta fínasti íþróttpöbb og hvað haldið þið, fullt af írum sem voru að horfa á Rugby, brjálað stuð eins fólk getur ímyndað sér þegar írar komast í bjórinn og hvað þá þegar þeir eru að horfa á sitt lið í íþróttum, ég skemmti mér konunglega í þessum félagsskap og þurfti nánast að sanna það með því að framvísa skilríkjum að ég væri ekki írskur, þeir skilja þetta sem að þekkja mig, allavega þá er ekki mikið búið að gera hérna nema að slaka á og það er snilld. Ég kem svo með nýja færslu fljótlega, var að muna eftir allvega einni sögu sem ég var ekki búinn að setja inn.

Kv. J

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

G.Fylkis, kvitt nr.2, hitt ekki verið staðfest.

G.Fylkis (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband