Hei Gummi, 2 dagar í röð.... Duglegur??????

Ég sagði það í gær að ég ætlaði að henda inn þeim færslum sem að ég var búinn að skrifa og ég ætla ekkert að breyta þeim þó að þær passi náttúrulega engann veginn við dagsetningarnar, en mér finnst skemmtilegra að þið getið bara lesið þær eins og ég skrifaði þær.... Smile

 

Íranski verslunareigandinn.

 

Ég  lenti í mjög skemmtilegu dæmi í dag. Ég  rölti inn í eina verslunarmiðstöðina hérna og þar inn í búð sem að selur fæðubótarefni, ég spjallaði við eigandann og rölti svo áfram þegar ég var svo að ganga framhjá þessari sömu búð skömmu seinna þá sat eigandinn fyrir utan búðina ásamt einhverjum vini sínum, þeir kölluðu á mig og buðu mér sæti sem ég þáði.  Smile

Ég sat þarna með þessum strákum , svipuðum aldri og ég, og spjallaði við þá í rúma tvo klukkutíma, annar þeirra er héðann frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og hinn frá Íran, verslunareigandinn, þetta var mjög athyglisvert spjall og ég kynntist því að einhverju leyti hvernig þeir lýta okkur vesturlandabúa og það var virkilega gaman að komast að því að þetta land er frekar opið og frjálst miðað við mörg önnur hérna á þessu svæði.

Þetta er gríðarlega ríkt land, var nú búinn að átta mig á því, en mjög lítið hérna búa um þrjár og hálf milljón manna en bara einn milljón eru frá SAF hinir koma héðann og þaðan úr heiminum og það er fólk sem býr hérna frá mjög mörgum þjóðlöndum.

Eftir um það bil tveggja tíma spjall þá vildi þessi íranski endilega bjóða mér á rúntinn og sýna mér borginam félagi hans glotti og spurði hann hvort að hann ætlaði að fara á sínum,eigin bíl, íraninn sagði já, þá glotti hann til mín og sagði, horfðu hratt ég varð náttúrulega eitt spurningarmerki í framann en félaginn hló bara, tók í hendina á mér þakkaði mér fyrir spjallið og sagðist vonast til þess að hitta aftur á mig.

Þegar við komum út í bíli íranans þá skildi ég hvað vinurinn meinti, úfffff 400 hestafla Toyota og það drundi í vélinni þegar hann setti græjuna í gang, ekki það að ég þekki nokkra sem að myndu missa sig yfir bílunum hérna stórfjölskylda frá Dalvík kemur sterkt upp í hugann. Ekki skemmdi það fyrir að íraninn er ekki ósvipaður ökumaður og einn góður vinur minn úr þessari fjölskyldu…  Wink

Ég fékk síðann algjöra snilldar sightseeing ferð með honum, hraðinn var stundum mikill en þetta var mjög skemmtilegt, hann fræddi mig meðal annars um glæpatíðnina sem er mjög lá, ég get alveg verið sammála  því ég hef ekki fundist ég vera jafn öruggur í neinni stórborg eins og hérna ekki ósvipað og að ganga um í Reykjavík, meðal annars forum við inn á bensínstöð og hann skildi bílinn eftir í gangi fyrir utan finnst ólíklegt að þetta væri möguleiki í sumum stórborgum í Evrópu. PoliceBandit

Það verður allavega ekki sagt annað en að ég er búinn að hafa það mjög gott í Abu Dhabi og hef náð að hvílast mjög vel, kynnast nýrri menningu og nýjum hliðum á sjálfum mér…  Ninja

Kv. J

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

G.Fylkis, ath. kvitt nr. 2, hitt hefur ekki verið staðfest.

G.Fylkis (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband