Stutt fyrir svefninn

Hæ hæ....

Maður verður að reyna að halda uppi standardi hérna og ekki að láta líða nema um það bil 2 daga á milli færlsa.. Smile Ég mund nefnilega eftir einni sögu síðann ég var í Jaffna og er kannski svolítið lýsandi fyrir það hvað fólk er orðið vant, samdauna, umhverfinu og ástandinu í landinu.

Ég fór í klippingu í Jaffna sem er í sjálfu sér ekki neitt merkilegt það sem var merkilegast við það að fara í klippingu var þjónustan og það sem að gekk á meðann á henn stóð, allavega þá byrjaði þessi bráðskemmtilegi rakari að klippa mig og vandaði sig mikið, hann var nú bara asskoti góður og eki hægt að kvarta neitt undann klippingu né verklagi. Á meðann verið var að rýja mig þá byrjuðu allt í einu að heyrast í fallbyssuskothríð, hversu langt frá geri ég mér ekki grein fyrir, ég fylgdist vel  með rakaranum á þessari stundu þar sem að hann var nú með flugbeitt skæri í hendinni. Ég horfði í spegilinn á meðann sprengjurnar dundu og hávaðinn var nú bara alveg þokkalega mikill, þessi ágæti maður haggaðist ekki á meðan á þessu stóð og ég er nokkuð viss um að han hafi ekki einu sinni deplað augunm nokkuð magnað að upplifa og sjá og sýnir manni að líklega er hægt að venjast öllu.Errm

Eftir að hann hafði lokið við að klippa mig segir hann, head massage sir? Ég hafði heyrt Gunna tala um þetta þannig að ég ákvað að prófa dæmið, rakarinn byrjaði þá að nudda hársvörðinn og allann hausinn ég vissi svo ekki fyrr en að hann var kominn með tak á hausnum og hálsinum og hann hnykkti á mér hálsliðina, mér brá nú nokkuð við þetta þar sem að ég hef nú látið, Berg Konráðs kírópraktor, sjá um þessi mál hjá mér, þetta reddaðsit nú samt og ekki hálsbraut hann mig var meira að segja bara nokuð gott. Smile 

Það var svo komið að því að borga og hann rukkaði mig um 200 rúpíur sem færi ekki einu sinni nógu langt til þess að borga símtalið til þess að panta tíma hjá Bergi þannig að ég þarf greinilega að spjalla við hann þegar ég kem heim...... Grin  

Annars er ég náttúrulega að grínast með Berg, hann er frábær og hefur haldið mér gangandi í gegnum erfið tímabili í bakmálum..LoL Mér datt þessi saga í hug þegar ég var alveg að sofna þannig að ég er hætttu í bili.......

Kv. J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

G.Fylkis.  Hef verið að reyna að kvitta, hef varla undan, en fæ ekki staðsetningarslóðina og það hefur því ekki birst.  Ég fer ekki að skrá mig á moggabloggið, framsóknarmaðurin.

G.Fylkis (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 19:33

2 identicon

Hm... 200 rúpíur... mig minnir að kallarnir sem voru með mér í Mannar hafi verið að borga 60-100 rúpíur - en kannski fylgdi því ekkert höfuðnudd :-) Kíki alltaf reglulega á síðuna þína og hef gaman af. Verður að viðurkennast að hugurinn leitar oft til Sri Lanka. Bið að heilsa öllum sem ég þekki

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 22:09

3 identicon

Bara af því þú gefur ekki möguleika á að senda þér tölvupóst þá færðu þetta bara hér.

Hefurðu fjarvistarsönnun, grunur um að þetta sért þú:

http://gfylkis.myphotoalbum.com/view_photo.php?set_albumName=album28&id=IMG_4795_eitthva_broga

og þetta

http://gfylkis.myphotoalbum.com/view_photo.php?set_albumName=album28&id=IMG_4798_f_lk_a_dansa

kveðja.

G.Fylkis

G.Fylkis (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 09:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband