Laugardagurinn 16.12.2006

Jæja það er aldeilis búið að fækka hjá okkur, Linda og Gunni erum farin heim í jólafrí þannig að við erum bara tveir hérna núna, ég og Bernt, með nánast allan norðuhluta landsins það verður nú samt bara í tvær vikur.

Við fórum í gær í bæ sem að heitir Kilinochchi en það er bær sem að er á svæði Tígrana og er mjög nálægt því svæði þar sem að mestu átökin hafa verið, bærinn bar nú ekki þess merki að það væri mikið í gangi og var mjög snyrtilegur og eiginlega óvenju hreinlegur miðað við marga bæi sem að ég hef séð hérna hvort að það sé vegna betri skipulagningu hjá Tígrunum ætla ég að láta ósagt en ég varð þó vitni af því að það ók ökutæki um bæinn og hirti upp ruslið sem að strax mikill munur frá ruslabrennunum hérna hjá okkur.. Sick

Á heimleiðinni hittum við svo mjög háttsettan Tigra sem að sér um samskipti við okkur og er pólitískur fulltrúi þeirra, það ríkir mikill sorg hjá Tígrunum um þessar mundir vegna fráfalls, Ballasinghams, sem að var maður númer tvö hjá þeim, hann bjó í London og var andlit þeirra til umheimsins, Tígrafáninn blakti hvarvetna í hálfa stöng og út um allt voru svartir fánar ásamt gulum og rauðum flöggum sem að eru litir Tígrana. Þessi pólitíski fulltrúi þeirra var eins og aðrir sem að ég hef þurft að hafa samskipti við hérna mjög kurteis, hann var aftur á móti ekki sérlega bjartsýnn á ástandið og hvert framhaldið yrði á deilunni, hann vonaði þó hið besta og tókum við heilshugar undir það  með honum. Það er svo bara spurning hvað verður og gerist........

Vinnudagurinn búinn og ég sit hérna og bíð bara eftir því að litla ljónið og jafnvel stóra stelpan mín líka komi inn á msn svo ég geti séð hvað þær er sætar og mikið krútt  Kissing Ég sakna þeirra alveg rosalga mikið og Jóhanna mín hann Tigri þinn er algjöru uppáhaldi hjá mér þó að ég hafi hitt nokkra aðra Tígra hérna..

Ég sakna nú reyndar ýmsra hluta að heimann svo ég minnist nú ekki á fjölskyldu og vini, ég er líka nokkuð viss um að ég muni varla finna bragð af íslenskum mat í einhverntíma eftir að ég kem heim því að maturinn hér er tölvert mikið sterkari enn heima og ég held að ég sé búinn að borða jafn mikið, ef ekki meira, af lauk á þessum stutta tíma hérna en alla mína ævi á Íslandi. LoL

Kv.J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 418

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband