Nóg að gera.

Jæja þá er komið að því að skrifa eitthvað meira hérna, síðustu dagar hafa verið viðburðarríkir og það er frekar mikið að gera hérna núna enda erum við bara tveir eins og er, það hefur verið mikil keyrsla þar sem að svæðið er stórt og atvikin sem að við þurfum að fara og skoða eru mörg og höfum við þurft að forgangsraða þeim og langt frá því komist í allt það sem að við þyrftum.

Hvað um það þá ætla ég aðeins að segja frá deginum í dag og því ferðalagi sem að ég fór í. Ferðinni var heitið til Kilinochchi, sem að er höfuðvígi Tígrana, nú á leiðinni þangað þurfum við að fara í gegnum víglínuna og það er mjög einkennilegt að keyra í gegnum víglínu stríðandi fylkinga þó að líklega séu þetta nú með öruggustu stöðunum hérna, það er við víglínuna, hljómar gáfulega.. Smile 

Eftir að við vorum komnir yfir á Tígrasvæði þá var gefið í þar sem að það er ósk Tígrana að við ökum eins hratt og við getum til Kilinochchi vegna sprengjuhættu og það er nú meira en að segja það að keyra hratt hérna, við vorum svo líklega hálfnaðir þegar við fengu hringingu frá okkar félögum til þess að segja okkur að það hefði heyrst í sprengjuflugvélum yfir Vavuniya, þannig að  það var bara eitt til ráða og það var að keyra enn hraðar og druslan var gjörsamlega staðinn í botn,ég er en að undrast á því að hausinn á mér skuli enn vera fastur við hálsinn, en þetta var alveg þokkalegt adrenalínkikk sem að maður fékk útúr þessari ferð. Wink

Ég verð samt að halda áfram að segja frá umferðinni hérna, það er mikið um að fólk sé á mótorhjólum eða svona rétt rúmlega skellinöðrur, því það er bara löggann og herinn sem mega eiga stærra hjól en 125 kúbik, einstaklega hentugt því þá geturðu ekki stungið af... LoL Hvað um það þá er allt fullt af ætli við myndum ekki kalla þetta vespur heima og á þessum vespum þá eru heilu fjölskyldurnar ég hef mest séð fjóra á einni vespu það er faðir, móðir og tvö börn. Það fyndnasta sem að ég hef samt séð í þessu vespudæmi er að sjá þrjá fullvaxna karlmenn saman á svona hjóli ég hélt að ég myndi míga í mig af hlátri, síðann ég sá þetta er ég búinn að vera að reyna að ná myndum af þessu en það hefur ekki tekist almennilega enn þá, ég næ myndum af þessu og stefni á að setja inn einhvern slatta núna um helgina.

Eitt en með fjölskyldurnar á hjólunum, yfirleitt er ekki nema einn hjálmur í gangi og sá hjálmur er náttúrulega á höfði karlmannsins, ég varð að spyrja af hverju og svarið var náttúrulega augljóst, maðurinn er sá sem að kemur með matinn á borðið og það er hann sem að skiptir mestu máli fyrir fjölskylduna restin má missa sig.... Errm

Svo í lokin svona smá hundakomment.. Ég gerði óformlega talningu á hundum hérna, ég taldi fjöldan af hundum á tveggja kílómetra kafla, ég taldi 33 hunda á þessum kafla og þetta var á sveitavegi og ekki í bæjunum þar sem að þeir eru yfirleitt fleiri.. Grin Ég spurði túlkinn minn út þetta hundafargann því að mörg af þessum greyjum væri bara verið að gera greiða með því að aflífa og ég viðraði þá hugmynd mína við hann, hann kom með svolítið gott komment. "Yes Jens in Sri Lanka we dont kill dogs we only kill people like they were dogs" ég læt þessi orð hans vera þau síðustu í bili...

Kv.J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll vertu

Alltaf gaman að lesa og fylgjast með þér.  Það var að vísu orðin löng bið eftir þessari færslu.  En mundu að fara vel með þig eins og ég sagði.  Kv Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 418

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband