Jól og ferðalag..

Jæja þá er ég kominn á þetta líka bara fína hótel sem að er staðsett í Negombo rétt fyrir utan Colombo, stutt frá flugvellinum og í mjög fínu hverfi allt mjög flott, líkamsrækt, sundlaug, strönd og sturta með alvöru krafti..... Smile

En við skulum byrja á jólunum því að það voru víst jól í vikunni, mig minnir að það hafi verið keisari, í einhverri sögu sem að ég man ekki meira um í augnablikinu, sem að sagðist ætla að fresta jólunum. Tja ætli mér líði ekki þannig núna það er ekkert sem að hefur verið að gerast hérna sem að hefur minnt mig á nokkur hátt á jólin það er eins og þau hafi bara ekki komið þetta árið, mjög skrítið en svona er þetta bara. Jólapartýið heima var reyndar mjög fínt og braut upp hversdagsleikann en það var samt bara partý með jólaskrauti. Hvað um það næstu jól verða þá bara betri.. Wink

Þá er það ferðalagið í dag hingað á hotelið.... Úffff en ein aksturslífsreynslan, allavega við fórum á þremur bílum hingað og það var ákveðið að ég myndi keyra einn og ég var svo sem ekkert ósáttur við það, nú ég þessi rólega og yfirvegaða týpa ákvað nú að undirbúa mig vel umdir aksturinn enda er þetta 4-5 tíma akstur. Ég fór í andlega íhugun náði jafnvægi á andlegu hliðina og var eins afslappur og hægt er þegar ég settist undir stýri þægileg og seiðandi íslensk tónlist í spilarann og ég var tilbúinn í allt...

Ekið af stað og allt í blóma ég afslappaður við stýrið og enginn vandamál fyrsti klukkutíminn liðinn algjörlega tíðindalaus, og þá byrjaði ballið. Fyrsta atvikið var reyndar frekar fyndið á veginum framundann birtist mér til mikillar undrunar kú, eða belja hvort sem að þið viljið kalla þessi dýr, allavega hún stóð á miðjum veginum auðvitað, þar sem að ég er nú aðeins farin að venjast þessari umferðarmenningu hérna, þá flautaði ég hana og þá gerðist það ég ætla ekki að halda því fram að ég sakni Eika svona mikið og auðvitað er ég ekki að kalla hann belju en þar sem að ég mætti augnaráði beljunar þá var það eina sem að ég las úr augnaráði hennar var "þú ert stórfurðulegur" ég horfði beljuna svo rölta í rólegheitum út af veginum og byrja bíta gras hinumeginn við veginn.LoL

Þetta var nú allt í lagi og við ókum áfram nema að þá fór ég að kynnast ökumönnum vörubifreiða í þessu landi hmmmm ökumenn það má kannski deila um að þetta séu ökumenn. Ég er reyndar kominn með tilgátu um það hvernig prófið fer fram hérna.

Ö:ökukennari/prófdómari N=nemandi

Ö: Velkominn í þennan fyrsta ökutíma/ bílpróf. 

N: ha, er bílprófið í dag?? 

Ö:já það er ekkert mál þetta eru þrjár spurningar, fyrsta spurningin, hvað er þetta? (bendir á bílinn).

N: öööö þetta er bíll. 

Ö:já það er rétt, næsta spurning, á hvaða vegahelmingi ökum við hérna á Sri Lanka? og bendir á einbreiða veginn sem að bílinn stendur. 

N: (horfir á veginn og svo á ö með angistaraugum og eitt spurningarmerki í framann)                  

Ö:j á þetta er nú ekki sanngjörn spurnig við keyrum á miðjum veginum. 

N:(varpar öndinni léttar) 

Ö:og svo er það síðasta spurningin (opnar bílinn og bendir á stýrið) hvað er þetta?

N:(brosandi) þetta er flauta.

Ö:já það er rétt til hamingju með ökuprófið og mundu bara, notaðu flautuna. 

Einhvernveginn svona gæti ég ímyndað mér að þetta sé hérna..

En áfram með ferðasöguna, eftir að hafa verið eistaklega kurteis við eina belju, einn frekar ölvaðann skógarhögsmann sem að tókst að vera út um allt á veginum, skil ekki enn þá hvernig hann gat þetta, nú og svo við 2 vörubílstjóra sem að vildu ekki neitt vera að víkja neitt þegar þeir voru að mæta mér og þá kom kornið sem að fyllti mælin.. Við vorum að fara fram úr einum vörubílnum, fyrsti bílinn kominn og ég kominn fram undir miðjan bíl þegar snillingnum dettur í hug að færa sig til hægri, jú jú ég þurfti að kippa bílnum til, lenti hér um bil út í skógi, trjágreinar í rúðuna, einn api og slanga sem að urðu vitni að þessu þurfa örugglega að leita sér áfallahjálpar.

Þá fékk ég nóg, rólegheitin út í veður og vind, @#&$&(/&#%(//&&/& fáviti #$#$$"%/&( kannt ekki að keya þarna #$&#$#%& þitt. Það var ljóst á þssu augnabliki að ég varð að breyta um áherslur í akstrinum þar sem að þetta er bara, survival of the fittest. Til þess að koma mér í rétt ástand fór ég í gegnum geisladiskana mína og fann nákvæmlega það sem að mig vantaði...... Guns/Roses Axl Rose í hvínandi botni með Welcome to the jungle og svo framvegis. Eftir þetta, 3 klst seinna og örugglega frekar óvinsæll á vegum Sri Lanka er ég á áfangastað, heill á húfi og bílinn meira að segja órispaður... LoL

Þetta er nóg í bili, kem með nýtt fljótlega... Kv. J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Minnir um margt á skyggingu.  Kv. G.Fylk

Guðmundur Fylkisson (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 10:39

2 identicon

Góður mér líst vel á þetta próf hvar skráir maður sig hehehh
En gott að vita að þú sért farinn að keyra sjálfur og ekki vera að vera með GUNS:)

Kveðjur frá klakanum Gotti & Þura

Gotti (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband