Negombo á ný..

Jæja þá er maður kominn aftur til Negombo á ný, það var fínt í Vavuniya og ferðinn gekk vel.  Maður er alltaf að komast að einhverju nýju hérna og ótrúlega oft þá tengist það umferðinni á einhvern hátt Gunni er til dæmis búinn að átta sig á því hvers vegna það eru bílbelti í bílunum á Sri Lanka og það er ekki til þess að vernda þig þegar það verður óhapp, nei Gunni heldur því fram að bílbeltin hérna séu notuð til þess að halda mann í sætinu þegar maður er að aka eftir vegunum hérna og ég er nú eiginlega bara nokkuð sammála honum..  LoL

Annað sem að við komumst að í dag eða eigum við kannski að segja að við höfum staðfest ákveðinn grun okkar. Þannig er það nefnilega að ég hef verið þess handviss frá því að ég kom hingað að heimamenn hafi ekki hundsvit á vegalengdum, þegar þeir segja einhverja vegalenged þá yfirleitt hægt að margfalda þá vegalengd með allavega x2 og í dag fengum við staðfestingu á þessu á nokkuð skemmtilegan hátt..

Þegar við vorum farnir að nálgast Negombo þá fór ég að fylgjst með vegaskiltum sem að gefa til kynna hversu langt væri til Negombo, allt í lagi með.  Á því fyrsta sem að ég var eitthvað að spá í stóð Negombo 31,5 állt í blóma með það og enginn vandamál. Við næsta skilti þá brá mér samt heldur mikið við vorum búnir að keyra svona ca 10 kílómetra, Í ÁTTINA AÐ NEGOMBO, á því skilti stóð stórum stöfum Negombo 36. Bílstjórinn okkar fór bara að hlæja og sagði að líklega hefði sá sem var að mæla vegalengdirnar bara hafa drukkið of mikið Arrack. Ég beið núna spenntur efti næsta skilti sem að birtist eftir svona ca 10 kílómetra og viti menn á því skilti stóð Negombo 23.  Þá hætti ég að fylgjast með þessu þar sem að það skipti greinilega engu máli en þetta er samt væntanlega ástæðan fyrir því að það getur ekki nokkur maður sagt rétt til um vagalengdir hérna. Grin 

Eitt en um vegaskilti hérna, við vorum að koma að bæ sem að heitir, Putalam, og þegar við erum allavega detta inn í bæinn sé ég stórt vegaskilti sem að á stendur, Putlam, ég fór að spá í það hvort að ég hefði misskilið nafnið á bænum eitthvað og spurði bílstjórann okkar hvort að bærinn héti ekki Putalam en ekki Putlam, hann sagði að það væri rétt hjá mér. Ég spurði hann þá af hverju bærinn héti Putlam á jafn stóru umferðarskilti, minn var ekki lengi að útskýra það, þeir hafa klárað málninguna og séð að þeir náðu ekki að skrifa nafnið þeir hafa þá frekar sleppt fyrra A inu því það lítur betur út.... Smile Þarna sjáið þið að það eru útskýringar á öllu...

Kv.J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

G.Fylkis

Guðmundur Fylkisson (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 382

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband