Hangikjöt

Hann Gunni minn er snillingur það sannaðist í gær, hann var búinn að segja mér að hann hefði komið dýrindis KEA hangikjöt, verð að taka það fram að það er KEA svona fyrir Gunna, þetta var fallegt kjötstykki sem að átti að borða um áramótin í Vavunyia. Í gær eftir að við vorum búnir að taka nokkra tennisleiki fékk Gunni þessa snilldarhugmynd að fá sér einn mjög kaldann og hangikjöt og ég verð að segja að þetta er bara ein sú besta hugmynd sem að Gunni hefur fengið hérna.. Þetta var svo gott mmmmmmm að smakka íslenskan mat aftur eftir þennan tíma 52 daga er ótrúlegt.. Þetta er líklega besta hangikjöt sem að ég hef smakkað.  Takk Gunni þetta var algjör snilld. Smile

Annars er ekki mikið að frétta hérna núna, það er frí í dag þannig að það á jafnvel að kíkja á ströndina og taka smá grillun á skrokkinn. Á miðvikudaginn á að senda mig norður í land það er til bæjar sem að heitir Jaffna það er mjög athyglisverður staður, Dagný er búin að vera þar síðann hún kom hingað, það er ekki hægt að keyra þangað þannig að við fáum far með flughernum skilst mér. Eins og ég sagði þá er þetta mjög sérstakur staður hann er nyrst á eyjunni það búa eitthvað um 600.000 manns þarna og stjórnin er með um 40.000 hermenn og löggur og þess háttar gaura þarna. Starfsfólkið hjá okkur er sumt frá Jaffna þannig að mér hefur verið sagt ýmislegt um staðinn og það verður mjög spennandi að sjá hvernig þetta lýtur út.

Ég er loksins farinn að spá í að fara í frí, ég var alltaf búinn að ákveða að fara til Thailands í fyrsta fríinu mínu en ég er að spá í að geyma það. Fékk hringingu frá Bjarka vini mínum sem að er að vinna við flugvirkjun í Abu Dabi og ég er að spá í að kíkja í heimsókn til hans núna fljótlega eftir mánaðarmótin.. Það verður gaman að sjá hvernig hann býr þarna úti. Smile

Takk fyrir fréttirnar Paul og stattu þig það er alltaf gaman að fá fréttir úr vinnunni og þú mátt alveg senda mér pistla með styttra millibili og það væri mjög gaman að fá fréttir frá fleirum, annað hvort inn í athugasemdirnar eða í gestabókina....

Over and out.

Kv. J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ flotti CB ;)

Ég get lofað þér því að fólkið í Jaffna eiga eftir að elska þig þar sem að þú ert svo mikil ´dúlla´.....thi hi hi hi.......

Dagný

dagny (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 14:44

2 identicon

Hæ Jens frændi. Merkilegt að sjá hvað þú ert að bralla svona dags daglega. Gleðilegt nýtt ár!! Kærar kveðjur Egill Kári og Sunna.

Egill Kári Helgason (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 17:47

3 identicon

Jæja, drengur.  Sit hér í Zagreb í Króatíu og bíð eftir flugi til Sarajevo.  Ekki flogið í gær vegna þoku.  Minnir um margt á Ísafjörð.  KEA hangikjöt og bjór, örugglega ekki vont.    Svo geturðu spáð í það með þar næsta frí að fara á kaldari slóðir, t.d. Bosnía, þú notar víst ekki stuttbuxur og boli hér þessa daga.  Kv. G.Fylkis

Guðm. Fylkis (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 383

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband