30.4.2007 | 16:52
Árás, seinkun, flug og óvænt uppákoma.
Halló halló halló... Þá er það komið á hreint, tja allavega úti að ég verð í þrjá mánuði í viðbót, ef ég fæ samþykki frá vinnuveitendunum heima. Fékk þessar fréttir seint á miðvikudaginn auk þess að ég fékk frí til þess að fara í afmæli, surprise, hjá eldri prinsessunni í DK. Ég rauk því á netið og fann flug frá Sri til Parísar og svo flott frá París til Köben með ekki mikilli bið, leit allt mjög vel út í planinu. En eins og allir vita þá breytast plön hratt og það gerðist svo sannarlega í þetta skiptið. Ég mætti út á flugvöll á tilsettum tíma til að ná fluginu til Parísar, ég var nýkominn í röðina til þess að chekka mig inn þegar ég heyri allt í einu rosalegan hávaða ég lít í áttina að fleiri borðum þar sem verið er að chekka inn og sé bara þar sem að allt fólkið kemur hlaupandi á sprettinum í áttina að mér og þar á meðal hermenn og löggur öskrandi og veifandi byssunum. Þegar þau voru komin að mér þá hentu sér allir í gólfið og ég gerði það náttúrulega líka. Ég lá í gólfinu og horfði á alla hermennina hlaupa um og maður gerði sér enga grein fyrir því hvað gekk á, ég reyndi að hringja og komast að því hjá félögunum hvað hafði gerst en það var ekki mikið farsímasamband. Loksins fór ég að fá fréttir um að Tígrarnir hefðu mætt á flottu nýju flugvélunum sínum og ráðist á herstöð við hliðina á flugvellinum. Þetta svona um það bil klukkutíma þessi lega í gólfinu og svo var ca hálftími áður en það var farið að chekka inn, þetta endaði með þriggja tíma seinkunn og ég orðinn knappur á tíma með að ná tengifluginu til Köben..... París, lenti á Charles De Gaulle flugvelli svona um það hálftíma eftir að ég átti að fara í loftið til Köben, núna voru góða ráð dýr. Flugfélagið sem að ég átti pantað með gat ekki komið mér yfir á föstudeginum og ekki vildi Srilankann gera neitt fyrir mig, það var þá bara eitt í stöðunni labbaði að sölubás Air France og keypti miða með næstu vél, því það var ekki á dagskránni að mæta ekki í afmælið hjá krúttinu mínu fyrst að ég var nú á annað borð kominn þetta langt, hljóp svo að hliðinu með smá konflikt við eina í vopnaleitinni sem að var eitthvað orðin þreytt og pirruð í vinnunni. Þegar ég var svo kominn að hliðinu kom í ljós að tölvukerfið var bilað og það var klukkutíma seinkun á þessu flugi, hmmm þetta var farið að verða frekar langt og erfitt ferðalag. Ég komst svo loks af stað til Köben, svaf eins og grjót alla leiðina og rétt rankaði við mér þegar við lentum. Kominn til Köben og nú hlaut þetta að vera komið, klikkar aldrei neitt i Köben, flýtti mér í gegnum tollinn og dreif mig að ná lestinni og viti menn, lestin var 20 mínútum of sein, come on þetta bara getur ekki verið að gerast, jæja loksins kom lestin og ég hóf lokakaflann á þessu langa og erfiða ferðalagi, tókst að komast svo inn til snúllunnar án þess að hún yrði vör við mig og sat svo á svölunum hjá henni, og svipurinn á snúllunni gerði það að verkum að öll þreyta hvarf og mér fannst allt þetta ferðalag og erfileikar þess virði bara til þess að sjá svipinn á henni þegar hún sá mig og hversu glöð hún var að fá mig á afmælisdaginn hennar..... Frábært og við erum svo búin að hafa það mjög gott síðan ég kom hingað............ Kv. J
Um bloggið
Jennafréttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður félagi.
Það heldur áfram fjörið. Ég var á Hilton á áttunduhæð og var með svaka flott útsýni yfir lætin, og Colombo görsamlega á taugum. Núna í kvöld voru að berast þær fréttir að LTTE hafi sennilega náð að sljóta eina af MIG-unum niður í dag.
Ekki mjög góður mánuður fyrir stjórnina.
Kveðja, Kristján Kilinochchi
Kristján Guðmundsson (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 17:08
Flottur, svona á að gera þetta, með stæl. Ánægður með þig.
G.Fylkis (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.