17.12.2006 | 09:47
Gönguferð
Bernt hefur það fyrir sið að fara í gönguferðir hérna í nágrenni bæjarins og ég ákvað að fara með honum í dag. Við ókum í ca 5 mínútur út úr bænum þar fórum við inn á sveitaveg og lögðum bifreiðinni. Bernt er greinilega vel þekktur á þessu svæði því að alls staðar sem að við gengum var fólk að heilsa honum eins og gömlum kunningja, voru vinalegri en vanalega, það er kannski ekki skrítið þar sem að hann er búinn að vera að ganga á þessum slóðum í 12 mánuði..
Nú við gengum af stað og Bernt vísaði veginn hann var með plastpoka með sér sem að ég var ekkert að spá neitt í við eitt húsið segir hann allt í einu, ég þarf að skilja pokann eftir hérna þetta er skrifblokk sem að ég lofaði þessu fólki að ég myndi koma með handa þeim sagði hann, þegar fólkið var vart við ferðir okkar kom það hlaupandi og kallandi brosandi út að eyrum og ljómaði með það að Bernt skildi hafa munað eftir því að koma með skrifblokkina.
Við gengum svo þarna um í um það bil eina og hálfa klukkustund og það var mjög gaman og reyndar skrítið að sjá að það þarf ekki að fara lengra út úr bænum til þess að sjá fólk sem að virtist vera mjög hamingjusamt, fátæktin var mikil en vingjarnlegra fólk er ég ekki viss um að hafa hitt áður. Allir sem að við mættum eða sáum heilsuðu með virktum, krakkar komu hlaupandi á móti okkur og jafnvel á eftir okkur til þess að taka í hendurnar á okkur "good morning sir" hljómaði oft og mörgum sinnum, krakkarnir voru frekar fyndin því að flest þeirra kunnu ekki mikið í ensku en flest ef ekki öll kunnu að segja "bye" og öll sýndu þau kunnáttu sína með því að kveðja okkur oft og mörgum sinnum þá er ekki ólíklegt að það sé kennt í skólum hér að útlendingar takist í hendur þegar þeir hittast því þau voru mjög áhugasöm við að taka í hendurnar á okkur og heilsa með handabandi. Mjög vinalegt og skemmtileg upplifun.
Það undarlegasta samt við þetta allt er að þarna sáum við hvorki hermenn né lögreglumenn sem að er nú frekar óvenjulegt að sjá ekki, við vorum að geta okkur þess til að þetta væri Tígrasvæði og að þeir treystu sér einfaldlega ekki inn á svæðið, hvort að það sé rétt hjá okkur er ég ekki viss um en allavega virtist fólkinu þarna líða vel og tók vel á móti okkur...
Kv.J
Um bloggið
Jennafréttir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.