900 kílómetrar

Það eru greinilega einhverjir sem lesa þessa síðu með vissu millibili því að ég er farinn að fá ýmis komment vegna þess að ég hef ekki sett neina færslu hérna í smá tíma.. Smile 

Þegar við komum hingað var settur á fót viðbragðslið sem að á að vera tilbúið að fara á vettvang ef eitthvað stórt og mikið gerist. Að morgni 2 janúar þá kom að því að virkja það þar sem að það var gerð lofrárás á lítið þorp hérna á vesturstöndinni. Ég og Helga vorum send héðann og það má alveg segja það að þetta hafi verið lífsreynsla.

Á þessum þremur dögum þá ókum við 900 kílómetra, við sáum hvað stórar sprengjur, sem að er kastað úr flugvélum, gera og þvílíka eyðileggingu sem að þær valda, við fórum í jarðarför sem að var alveg ótrúlegt að sjá, maður hefur séð svona á fréttamyndum þar sem konur standa öskrandi og rífa í hárið á sér en ég upplifði það núna í fyrsta skiptið. Þá fórum við á sjúkrahús og sáum afleiðingar þess sem að svona loftárásir hafa á fólk og sáum við fólk sem var í mjög mismunandi ástandi andlega og líkamlega eftir þennan harmleik.

Á léttari nótum þá settumst við niður á fund með háttsettum lögreglumanni og drukkum með honum sykur með smá dashi af te. Crying Við gistum í Valhöll og hittum staffið okkar í Vavuniya sem að ljómaði gjörsamlega við það að sjá okkur og vildi helst ekki að við færum aftur. Við erum núna komin aftur í sæluna og bíðum eftir næsta fundi, en á meðann er það sól og sæla. Grin 

Að lokum vil ég þakka öllum sem að hafa sent mér kveðjur yfir hátíðarnar og mér finnst alltaf jafn gaman að sjá að það er aukning á heimsóknum inn á þessa síðu, hvort að það eru bara fjölskylda, vinir og kunningjar veit ég ekki.  Að lang síðustu vil ég óska einum ónefndum aðila til hamingju með að vera að fara til starfa erlendis, einnig vil ég benda honum á að vera ekki að skjóta á mig á einhverjum öðrum bloggsíðum, hann tekur það bara til sín sem að á það á FML. Grin

Kveðja. J


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið var að það kom alvöru blogg frá þér.  Móttekið. 

Guðmundur Fylkisson (IP-tala skráð) 6.1.2007 kl. 21:18

2 identicon

Já Jens það er fylgst vel með þér þó að þú sért í langtíburtulandi :)

Helga (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 07:20

3 identicon

Sæll  vertu .......Mikið var að það kom eitthvað blogg frá þér.  Ég var farin að verða fyrir aðkasti í vinnunni þar sem ég var búin að vera með morgunpistla hérna og fólk komið með fráhvarfseinkenni.

Kv Sirrý

Sirrý (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 09:10

4 identicon

Bara af því það var skotið á mig að vera að skjóta á þig annars staðar þá vil ég bæta því við í athugasemd Helgu að þú hlýtur að vera í órafjarlægðarhluta langtíburtulands.

Guðm. Fylkis (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 12:15

5 identicon

Sæll strákur,

 mikið er gaman að lesa um þig, þú stendur þig vel í blogginu :) Úfff, það hefur verið meira en lítið pínlegt fyrir íslendinginn að borða svona sterkan mat!!

Hafðu það gott og farðu varlega. kveðja úr frostinu - Helena Dögg

Helena Dögg (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 22:23

6 identicon

Hæ hæ Jenni vildi bara kasta inn síðbúinni jóla- og áramótakveðju. Vona að þú hafið það bærilegt þarna úti. Kveðja Steinunn Dvakt

Steinunn Einarsdóttir (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 382

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband