Ferðasaga

Já já já ég veit að ég ætlaði að koma með þessa sögu í gær.... Biðs innilega afsökunar á því að hafa ekki staðið við það en svona er þetta bara stundum...

Allavega hér kemur ferðasagan svona að einhverju leyti ég sé til hvort að ég læt hana koma alla í einu eða hvort hún verður í tveimur hlutum.

Okkur var keyrt á gamla alþjóðaflugvöllinn í Colombo sem að er núna eingöngu notaður af flughernum, eftir að hafa farið í gegnum strangt vopnaeftirlit fórum við út í gamla cargovél og það verður að segjast að þetta var ekki traustasta flugvél sem að ég hef flogið með, við sátum á járnbekkjum meðfram hliðunum ásamt um það bil 40-50 hermönnum og löggum sem að voru að koma úr leyfi, þarna sat ég í þvílíku þrengslunum með hermenn á hvora hlið og með gamlann vír sem að var í loftinu á vélinni til þess að fólk gæti haldið sér í, minnti á vélar sem að maður sér í bíómyndum og er með fullt af fallhlífarhermönnum, flugið gekk nú svona alveg þokkalega fyrir sig nema að það var líkast því að vera í sauna að vera í þessari vél hitinn var svakalegur. Við lentum nú samt heilu og höldnu en mér tókst samt að reka hausinn í á leiðinni út úr vélinni. Smile

Þegar við vorum komnir þá þurftum við að ná í bíla sem að höfðu verið geymdir fyrir okkur í herstöðinni og svo var ekið í áttina á að Jaffna. Mér hafði verið sagt að fólkið í Jaffna, Tamílar, litu á sig sem eitthvað betri en aðra Tamíla og það verður að viðurkennast að mér flaug það í hug þegar ég sá fyrstu beljuna á svæðinu, þessa elska var nefnilega með hausband, ekki ósvipað og margir voru með á hausnum á eightys tímabilinu. Fyrst hélt að ég hefði séð ofsjónir vegna höfuðhöggsins en sá að það var ekki þegar ég sá þá næstu sem að var líka með svona skemmtileg band og nota bene það var glimmer sem að beljan bar með stolti.... LoL Ekki ofsjónir vegna höfuðhöggs sem að var það jákvæða.

Við fórum svo á skrifstofuna í Jaffna og hittum fyrir yndislegt starfsfólk og það verður að segjast enn einu sinni að þetta fólk sem að byggir þessa eyju býr yfir ótrúlegu jagnaðargeði og teku því sem að höndum ber með ótrúlegri ró og alltaf brosandi, að vísu er allir  hérna meira og minna brosandi og það getur svolítið scary að horfa inn í byssuhlaup og maðurinn sem að heldur á byssunni er skælbrosandi og talar við mann eins og gamlann vin og maður vonar það ósjálfrátt að þetta sólheimabros sé ekki vegna þess að hann sé eitthvað klikk og bara glaður að hitta mann... Smile 

Jæja ég er hættur í bili og kem með framhaldið vonandi á morgunn... Wink

Kv. J

 

 

 

Smásaga

Gott kvöld gott fólk...

Ég veit að ég sagðist ætla að koma með ferðsöguna frá Jaffna í dag en ég ætla að vera frekar fúll á móti og svíkja það, ég er bara einfaldlega ekki búinn að raða saman sögunni sem að ég ætla að koma með og er of þreyttur núna í kvöld til þess að skrifa eitthvað vitrænt, ég ætla samt að koma með eina stutta sögu. Smile

Ég fór eitt föstudagskvöldið með einum norðmaninum og við vorum búnir að ákveða það að við ætluðum að kíkja á einhvern pöbb til þess að fá okkur bjór við fórum í lobbýið og fundum okkur leigubíl og sögðum bílstjóranum að fara með okkur á pöbb bílstjórinn var nú ekki lengi að finna stað fyrir okkur, áður en við fórum vorum við samt búnir að ákveða að vera ekkert að auglýsa það hverjir við værum og þar sem að félaginn er búsettur í Skotlandi og við báðir með hreim sem að gæti alveg verið skoskur þá lá það vel við að segjast vera þaðann, þegar við vorum að nálgast pöbbinn þá komum við að þar sem að löggann er með tékk og var okkar bíll stoppaður. Fimm lögreglumenn allir náttúrulega vopnaðir sínu fallegu og skemmtilegu vélbyssum, einn af þeim rekur hausinn inn í bílinn og spyr okkur hvaðan við séum, félaginn var fljótur til og sagði með flottum skoskum hreim, we are from Scotland, löggann horfði á okkur í smástund og sætti sig svo bara við þetta svar, pöbbinn sem að við vorum að fara á var bara nokkrum meturm frá þeim stað sem að löggan  var þannig að við röltum inn til þess að fá okkur bjórinn.

Eftir 2-3 bjóra og heilmikið spjall, löngu búnir að gleyma löggunni,  ákváðum við nóg væri komið og ætluðum að halda heim á leið. Við gengum út af pöbbnum og ætluðum að finna okkur leigubíl nema að það var ekki einn einasti leigubíll á svæðinu og engann að sjá nema þessar fimm löggur sem að við höfðum hitt áður en við fórum inn á pöbbinn og það æxaðist þannig að við stóðum við hliðina á þeim að reyna að finna okkur leigubíl, tveir af þeim gáfu sig á tal við okkur og fóru að spjalla við okkur, annar þeirra spyr mig hvaðan eruð þið og ég svaraði samviskusamlega, we are from Scotland, þá heyri ég út undann mér að félaginn er spurður sömu spurningar, hann hafði greinilega gleymt planinu því hann svarar, we are from Norway, úpps ég leit á þá til að athuga hvort að einhver af þeim hefði áttað sig á þessu og jú sá sem að hafi rekið hausinn inn í bílinn áttaði sig greinilega á þessu. Hann nálgaðist með mjög rannsakandi svip og horfði á félaga minn, where are you from? Spurði hann, ég hnippti í félagann og hvíslaði það sem að við höfðum ákveðið, norsarinn var fljótur að átta sig og svaraði, we are from Scotland, ég var alveg viss um það að nú væru þeir komnir með það á hreint að við værum að bulla í þeim og við myndum lenda í vandræðum, það kom mér því skemmtilega á óvart þegar löggann tók þessu bara og var alveg sáttur við þetta svar. Smile

Við þurftum svo að standa hjá þessum strákum í þó nokkurn tíma og ég var farinn að svara spurningum í skoskri sögu sem að ég er nú ekkert sérstaklega sleipur í, var farinn að rifja upp Braveheart og meira að segja Trainspotting bara að finna eitthvað sem að hljómaði gáfulega og vona það að enginn af þeim væri sérfræðingur í skoskri sögu eða þekkti til Skotlands á neinn hátt, ég hef sjaldan verið eins glaður og þegar það kom leigubíll og við komumst í burtu, ekki það að þeir hafi á neinn hátt verið ógnvekjandi og þeir voru meira að segja mjög vinalegir i garð okkar, bara vegna þess að ég vissi mjög takmarkað um hvað ég var að tala. Allavega ákváðum við í leigubílnum að vera ekkert að kynna okkur sem aðra en við erum í framtíðinni... Wink

Ferðasagan kemur á morgunn... Góða nótt.

Kv. J


Tilkynning.

Ég er að fara til Jaffna á morgunn og ég veit ekki hvernig það verður með bloggið á meðann ég er þar, ekkert víst að ég nenni að skrifa neitt þaðan en ég sé til. Ég á líka eftir að segja ykkur frá bátsferðinni sem að ég fór í út á Indlandshaf... Smile Set kannski eitthvað skemmtilegt inn hérna en ef ekki þá kem ég með ferðasögu á laugardag sunnudag..

Kv.J


Hangikjöt

Hann Gunni minn er snillingur það sannaðist í gær, hann var búinn að segja mér að hann hefði komið dýrindis KEA hangikjöt, verð að taka það fram að það er KEA svona fyrir Gunna, þetta var fallegt kjötstykki sem að átti að borða um áramótin í Vavunyia. Í gær eftir að við vorum búnir að taka nokkra tennisleiki fékk Gunni þessa snilldarhugmynd að fá sér einn mjög kaldann og hangikjöt og ég verð að segja að þetta er bara ein sú besta hugmynd sem að Gunni hefur fengið hérna.. Þetta var svo gott mmmmmmm að smakka íslenskan mat aftur eftir þennan tíma 52 daga er ótrúlegt.. Þetta er líklega besta hangikjöt sem að ég hef smakkað.  Takk Gunni þetta var algjör snilld. Smile

Annars er ekki mikið að frétta hérna núna, það er frí í dag þannig að það á jafnvel að kíkja á ströndina og taka smá grillun á skrokkinn. Á miðvikudaginn á að senda mig norður í land það er til bæjar sem að heitir Jaffna það er mjög athyglisverður staður, Dagný er búin að vera þar síðann hún kom hingað, það er ekki hægt að keyra þangað þannig að við fáum far með flughernum skilst mér. Eins og ég sagði þá er þetta mjög sérstakur staður hann er nyrst á eyjunni það búa eitthvað um 600.000 manns þarna og stjórnin er með um 40.000 hermenn og löggur og þess háttar gaura þarna. Starfsfólkið hjá okkur er sumt frá Jaffna þannig að mér hefur verið sagt ýmislegt um staðinn og það verður mjög spennandi að sjá hvernig þetta lýtur út.

Ég er loksins farinn að spá í að fara í frí, ég var alltaf búinn að ákveða að fara til Thailands í fyrsta fríinu mínu en ég er að spá í að geyma það. Fékk hringingu frá Bjarka vini mínum sem að er að vinna við flugvirkjun í Abu Dabi og ég er að spá í að kíkja í heimsókn til hans núna fljótlega eftir mánaðarmótin.. Það verður gaman að sjá hvernig hann býr þarna úti. Smile

Takk fyrir fréttirnar Paul og stattu þig það er alltaf gaman að fá fréttir úr vinnunni og þú mátt alveg senda mér pistla með styttra millibili og það væri mjög gaman að fá fréttir frá fleirum, annað hvort inn í athugasemdirnar eða í gestabókina....

Over and out.

Kv. J


Negombo á ný..

Jæja þá er maður kominn aftur til Negombo á ný, það var fínt í Vavuniya og ferðinn gekk vel.  Maður er alltaf að komast að einhverju nýju hérna og ótrúlega oft þá tengist það umferðinni á einhvern hátt Gunni er til dæmis búinn að átta sig á því hvers vegna það eru bílbelti í bílunum á Sri Lanka og það er ekki til þess að vernda þig þegar það verður óhapp, nei Gunni heldur því fram að bílbeltin hérna séu notuð til þess að halda mann í sætinu þegar maður er að aka eftir vegunum hérna og ég er nú eiginlega bara nokkuð sammála honum..  LoL

Annað sem að við komumst að í dag eða eigum við kannski að segja að við höfum staðfest ákveðinn grun okkar. Þannig er það nefnilega að ég hef verið þess handviss frá því að ég kom hingað að heimamenn hafi ekki hundsvit á vegalengdum, þegar þeir segja einhverja vegalenged þá yfirleitt hægt að margfalda þá vegalengd með allavega x2 og í dag fengum við staðfestingu á þessu á nokkuð skemmtilegan hátt..

Þegar við vorum farnir að nálgast Negombo þá fór ég að fylgjst með vegaskiltum sem að gefa til kynna hversu langt væri til Negombo, allt í lagi með.  Á því fyrsta sem að ég var eitthvað að spá í stóð Negombo 31,5 állt í blóma með það og enginn vandamál. Við næsta skilti þá brá mér samt heldur mikið við vorum búnir að keyra svona ca 10 kílómetra, Í ÁTTINA AÐ NEGOMBO, á því skilti stóð stórum stöfum Negombo 36. Bílstjórinn okkar fór bara að hlæja og sagði að líklega hefði sá sem var að mæla vegalengdirnar bara hafa drukkið of mikið Arrack. Ég beið núna spenntur efti næsta skilti sem að birtist eftir svona ca 10 kílómetra og viti menn á því skilti stóð Negombo 23.  Þá hætti ég að fylgjast með þessu þar sem að það skipti greinilega engu máli en þetta er samt væntanlega ástæðan fyrir því að það getur ekki nokkur maður sagt rétt til um vagalengdir hérna. Grin 

Eitt en um vegaskilti hérna, við vorum að koma að bæ sem að heitir, Putalam, og þegar við erum allavega detta inn í bæinn sé ég stórt vegaskilti sem að á stendur, Putlam, ég fór að spá í það hvort að ég hefði misskilið nafnið á bænum eitthvað og spurði bílstjórann okkar hvort að bærinn héti ekki Putalam en ekki Putlam, hann sagði að það væri rétt hjá mér. Ég spurði hann þá af hverju bærinn héti Putlam á jafn stóru umferðarskilti, minn var ekki lengi að útskýra það, þeir hafa klárað málninguna og séð að þeir náðu ekki að skrifa nafnið þeir hafa þá frekar sleppt fyrra A inu því það lítur betur út.... Smile Þarna sjáið þið að það eru útskýringar á öllu...

Kv.J


Flóttinn

Ég og Gunni erum komnir til Vavuniya þar sem að við verðum fram á fimmtudag... Smile Þó að við séum á lúxushóteli í Negombo þá er það samt þreytandi til lengdar að hanga á hótelinu og sérstaklega þegar manni finnst maður ekki vera að gera eins mikið gagn þar eins og manni finnst þegar maður er á svæðinu..

Gunni reddaði þessu að við þyrftum að fara á svæðið okkar þar sem að við viljum meina að það sé aukning á ofbeldi hérna af því að við fórum og við vonumst til þess að sýna fram á það á þessum dögum. Annars fórum við Gunni á sunnudaginn niður með ströndinni það er að segja á suðurströndina út af seinni rútusprengingunni, mjög óhuggulegt í alla staði.

En það eru geðveikar strandir þarna sandurinn fallega gulur og sjórinn svo blár og tær að það var rosalega flott og þetta er pottþéttur staður til þess að fara i frí... Cool Costa del sol hvað??? Ég stefni á það að kíkja í frí þarna niður eftir.. Sá tölvert að húsum við ströndina þarna sem að urðu illa úti í Tsunami, flóðbylgjan á annan í jólum fyrir tveimur árum, og það hefur verið rosalegt að vera þar þegar flóðbylgjan kom að landi..

Allavega við fórum frá hótelinu snemma í morgunn og drifum okkur hingað upp eftir, það var frábært að koma á skrifstofuna með Gunna, hann er í svo miklu uppáhaldi hjá kokknum okkar, ég er ekki frá því að kerlingin hafi tárast þegar við komum. Hún réð sér varla fyrir kæti og stjanaði við okkur, þetta var alveg frábært það var eins og við værum að koma heim faðmaðir og kysstir bak og fyrir... Smile  Svo er það Valhöll í nótt og við komnir heim í bili...

Kv. J


900 kílómetrar

Það eru greinilega einhverjir sem lesa þessa síðu með vissu millibili því að ég er farinn að fá ýmis komment vegna þess að ég hef ekki sett neina færslu hérna í smá tíma.. Smile 

Þegar við komum hingað var settur á fót viðbragðslið sem að á að vera tilbúið að fara á vettvang ef eitthvað stórt og mikið gerist. Að morgni 2 janúar þá kom að því að virkja það þar sem að það var gerð lofrárás á lítið þorp hérna á vesturstöndinni. Ég og Helga vorum send héðann og það má alveg segja það að þetta hafi verið lífsreynsla.

Á þessum þremur dögum þá ókum við 900 kílómetra, við sáum hvað stórar sprengjur, sem að er kastað úr flugvélum, gera og þvílíka eyðileggingu sem að þær valda, við fórum í jarðarför sem að var alveg ótrúlegt að sjá, maður hefur séð svona á fréttamyndum þar sem konur standa öskrandi og rífa í hárið á sér en ég upplifði það núna í fyrsta skiptið. Þá fórum við á sjúkrahús og sáum afleiðingar þess sem að svona loftárásir hafa á fólk og sáum við fólk sem var í mjög mismunandi ástandi andlega og líkamlega eftir þennan harmleik.

Á léttari nótum þá settumst við niður á fund með háttsettum lögreglumanni og drukkum með honum sykur með smá dashi af te. Crying Við gistum í Valhöll og hittum staffið okkar í Vavuniya sem að ljómaði gjörsamlega við það að sjá okkur og vildi helst ekki að við færum aftur. Við erum núna komin aftur í sæluna og bíðum eftir næsta fundi, en á meðann er það sól og sæla. Grin 

Að lokum vil ég þakka öllum sem að hafa sent mér kveðjur yfir hátíðarnar og mér finnst alltaf jafn gaman að sjá að það er aukning á heimsóknum inn á þessa síðu, hvort að það eru bara fjölskylda, vinir og kunningjar veit ég ekki.  Að lang síðustu vil ég óska einum ónefndum aðila til hamingju með að vera að fara til starfa erlendis, einnig vil ég benda honum á að vera ekki að skjóta á mig á einhverjum öðrum bloggsíðum, hann tekur það bara til sín sem að á það á FML. Grin

Kveðja. J


Nýtt ár....

Jæja þá er komið 2007 með blóm í haga nýjar væntingar og gleði....Smile Maður verður nú að vera jákvæður allavega fyrstu vikurnar á árinu, kannski kemt á friður hérna úti hjá mér. Hmmmmm líkurnar tja frekar litlar, afsakið að ég er ekki búinn að setja neitt fyrr inn á þessu ári en ég er nú bara ekki búinn að vera  í tölvusambandi af neinu viti síðann um áramót var sendur út í fjörið og búinn að vera þar síðann á þriðjudag......

Það kemur einn færsla væntanleg á morgunn, ég er of þreyttur til þess að skrifa eitthvað gáfulegt núna.. Wink

Kv. J


Áramót

 

 

Gleðilegt ár...

 

 

Ég óska fjölskyldu, vinum og öllum þeim sem að lesa þessa síðu gleðilegs árs. Takk fyrir fyrri ár og megi það næsta vera betra í okkar samskiptum en á því sem liðið er.

Kveðja Jenni...

 

 


Rólegt

Það eru mikil rólegheit yfir þessu hérna núna við fundum um stöðuna en niðurstaða kominn enn, dagarnir líða og maður er að hlaða bettríin vel, fór í fyrradag á ströndina og synti í Indlandshafi, stefnan er sett á ströndina í dag líka engir fundir hjá okkur flestum í dag.. Datt í hug að setja inn nokkrar myndir..

    1.  Negombo 010   2. Negombo 015

    3.  IMG_2018  4. IMG_1917

    5. IMG_2098   6. IMG_2101

    7.  IMG_2038  8. IMG_1868 

1. Ströndin.. Wink

2. Gunni var vinsæll hjá sölfólkinu á sröndinni.

3. Á þessu hjóli voru 4 þegar við komum fram úr þá sat einn lítill þar.

4. Rigning í Vavuniya..

5. Jólaskreytingar á aðfangadag.

6. Jólasveininn kom á staðinn.. LoL

7. Þegar maður nennir ekki að hjóla. 

8. Krakkar sem að við hittum þegar við vorum í gönguferð..

 

Kv. J


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband