Færsluflokkur: Bloggar

"Frí"

Já þá er maður víst í "fríi" sem er mjög gott og ég finn það að ég þarfnaðist þess að hlaða batterýin. Núna er það bara ræktin á morgnana, sund og sólbað eftir hádegi og ræktin eða tennis seinnipartinnn.... Smile Ég biðst afsökunar á því hvað síðasta færsla var erfið til lestrar en ég hafði ekki tíma til þess að skoða hana þegar ég setti hana inn, ég er núna búinn að laga hana þannig að það er hægt að lesa hana almennilega.

Svo vil nota tækifærið og óska vini mínum og stráknum mínum, Guðjóni Val Sigurðssyni, til hamingju með þann stórkostlega árangur sem að hann hefur náð sem íþróttamaður og svo ég segi það enn einu sinni að þá á hann þetta allt  mér að þakka.. LoL En án alls gríns innilega til hamingju Gaui þú átt þetta fyllilega skilið, haltu áfram að standa þig eins og þú hefur verið að gera og ég kem í heimsókn til Þýskalands fljótlega.

Jæja þá er það smá saga um matinn hérna og styrkleika hans. Devil Á jóladag var okkur boðið á fund með pólitíkus úr röðum kisana (Tígrana) allt í góðu með það og við löggðum af stað rétt eftir hádegið, fundur klukkan þrjú og það tekur tíma að komast á milli staða. Mættum á nákvæmlega til settum tíma og settumst niður með honum, fljótlega var komið með á borðið bakka með einhverskonar rúllum á og svo eitt kókglas á mann, Tígrinn otaði þessum rúllum að okkur og sagði að við yrðum að borða þær þar sem að þær væru sér til búnar handa okkur, ég tók eina rúllu og fékk mér bita. Já já einmitt best að missa bara chillistaukinn eða ég veit ekki hvað í matinn, ég logaði frá fyrsta bita, en það hefði verið mikil ókurteysi að borða ekki rúlluna, þannig að hún var kláruð. Ekki það að þetta hafi verið braðgvont langt frá því þetta var mjög gott en vá hvað þetta var sterkt.

Ég var nokkuð sáttur við  þessa frammistöðu mína og taldi nú að mínu hluta væri lokið með þessari rúllu en nei nei nei því var ekki fyrir að fara, ég varð að gjöra svo vel að borða tvær í viðbót, þegar ég var hálfnaður með  þá þriðju þá var ég hættur að geta talað því tungann var orðinn dofinn, það eina sem að ég fann fyrir í vörunum var hjartslátturinn og svitinn lak niður andlitið mér tókst að ná mér í aðeins meira af kóki sem að ég held að hafi bjargað því sem að bjargað varð. En það var ekki sérlega þægileg heimferðin þar sem að íslenski maginn minn var ekki alveg sáttur við þessa sendingu.Sick

Daginn eftir eða annan í jólum var búið að ákveða að við myndum öll borða saman í hádeginu, við Bernt höfðum hugsað okkur að panta mat en það vildi kokkurinn okkar ekki heyra minnst á, hún kom til mín og sagði að allir innlendu starfsmennirnir vildu Chiken curry og hvort að okkur væri sama þó að hún myndi elda það, við samþykktum það náttúrulega og hugsuðum ekkert meira um  það.

Komið hádegi og maturinn borinn á borð, þá segir kokkurinn við mig, yes wery strong think i see icelandic boy cry, ég fölnaði þar sem að ég var nú ekki sérstaklega öflugur í maganum fyrir eftir rúlluna daginn áður, en ekki gat ég látið það sjást. Ég skammtaði mér á diskinn" mjög hóflega" og byrjaði að borða og ég get sagt ykkur það að þetta var ekki veikari blanda en daginn áður ég þurfti á öllum mínum styrk að halda til þess að ná að klára það sem að var á disknum, svitinn bogaði af mér og það lá við að ég heyrði magann öskra á mig, hvað ertu að gera maður? ertu eitthvað klikk? hvernig á ég að geta unnið úr þessu? ég er enn í kvölum eftir gærdaginn, mér tókst að koma þessu niður án þess að gráta en það munaði ekki miklu, kokkurinn var hæstánægð með mig og hrósaði mér fyrir að geta togað þessu.... Úffffff hvað það var erfitt. Grin

Í lokin má svo taka það fram að eftir næstu ca 5-6 klósettferðir þá var ekki mjög auðvellt að setjast niður af einhverjum ástæðum þá sveið mig alveg herfilega og ég er eiginlega á þeirri skoðun að á þessum tveimur dögum hafi ég komist næst því að "drepa" magann minn.... Wink Ég er samt allur að koma til á orðið auðvellt með að setjast og allt í góðu.....

Kv. J


Jól og ferðalag..

Jæja þá er ég kominn á þetta líka bara fína hótel sem að er staðsett í Negombo rétt fyrir utan Colombo, stutt frá flugvellinum og í mjög fínu hverfi allt mjög flott, líkamsrækt, sundlaug, strönd og sturta með alvöru krafti..... Smile

En við skulum byrja á jólunum því að það voru víst jól í vikunni, mig minnir að það hafi verið keisari, í einhverri sögu sem að ég man ekki meira um í augnablikinu, sem að sagðist ætla að fresta jólunum. Tja ætli mér líði ekki þannig núna það er ekkert sem að hefur verið að gerast hérna sem að hefur minnt mig á nokkur hátt á jólin það er eins og þau hafi bara ekki komið þetta árið, mjög skrítið en svona er þetta bara. Jólapartýið heima var reyndar mjög fínt og braut upp hversdagsleikann en það var samt bara partý með jólaskrauti. Hvað um það næstu jól verða þá bara betri.. Wink

Þá er það ferðalagið í dag hingað á hotelið.... Úffff en ein aksturslífsreynslan, allavega við fórum á þremur bílum hingað og það var ákveðið að ég myndi keyra einn og ég var svo sem ekkert ósáttur við það, nú ég þessi rólega og yfirvegaða týpa ákvað nú að undirbúa mig vel umdir aksturinn enda er þetta 4-5 tíma akstur. Ég fór í andlega íhugun náði jafnvægi á andlegu hliðina og var eins afslappur og hægt er þegar ég settist undir stýri þægileg og seiðandi íslensk tónlist í spilarann og ég var tilbúinn í allt...

Ekið af stað og allt í blóma ég afslappaður við stýrið og enginn vandamál fyrsti klukkutíminn liðinn algjörlega tíðindalaus, og þá byrjaði ballið. Fyrsta atvikið var reyndar frekar fyndið á veginum framundann birtist mér til mikillar undrunar kú, eða belja hvort sem að þið viljið kalla þessi dýr, allavega hún stóð á miðjum veginum auðvitað, þar sem að ég er nú aðeins farin að venjast þessari umferðarmenningu hérna, þá flautaði ég hana og þá gerðist það ég ætla ekki að halda því fram að ég sakni Eika svona mikið og auðvitað er ég ekki að kalla hann belju en þar sem að ég mætti augnaráði beljunar þá var það eina sem að ég las úr augnaráði hennar var "þú ert stórfurðulegur" ég horfði beljuna svo rölta í rólegheitum út af veginum og byrja bíta gras hinumeginn við veginn.LoL

Þetta var nú allt í lagi og við ókum áfram nema að þá fór ég að kynnast ökumönnum vörubifreiða í þessu landi hmmmm ökumenn það má kannski deila um að þetta séu ökumenn. Ég er reyndar kominn með tilgátu um það hvernig prófið fer fram hérna.

Ö:ökukennari/prófdómari N=nemandi

Ö: Velkominn í þennan fyrsta ökutíma/ bílpróf. 

N: ha, er bílprófið í dag?? 

Ö:já það er ekkert mál þetta eru þrjár spurningar, fyrsta spurningin, hvað er þetta? (bendir á bílinn).

N: öööö þetta er bíll. 

Ö:já það er rétt, næsta spurning, á hvaða vegahelmingi ökum við hérna á Sri Lanka? og bendir á einbreiða veginn sem að bílinn stendur. 

N: (horfir á veginn og svo á ö með angistaraugum og eitt spurningarmerki í framann)                  

Ö:j á þetta er nú ekki sanngjörn spurnig við keyrum á miðjum veginum. 

N:(varpar öndinni léttar) 

Ö:og svo er það síðasta spurningin (opnar bílinn og bendir á stýrið) hvað er þetta?

N:(brosandi) þetta er flauta.

Ö:já það er rétt til hamingju með ökuprófið og mundu bara, notaðu flautuna. 

Einhvernveginn svona gæti ég ímyndað mér að þetta sé hérna..

En áfram með ferðasöguna, eftir að hafa verið eistaklega kurteis við eina belju, einn frekar ölvaðann skógarhögsmann sem að tókst að vera út um allt á veginum, skil ekki enn þá hvernig hann gat þetta, nú og svo við 2 vörubílstjóra sem að vildu ekki neitt vera að víkja neitt þegar þeir voru að mæta mér og þá kom kornið sem að fyllti mælin.. Við vorum að fara fram úr einum vörubílnum, fyrsti bílinn kominn og ég kominn fram undir miðjan bíl þegar snillingnum dettur í hug að færa sig til hægri, jú jú ég þurfti að kippa bílnum til, lenti hér um bil út í skógi, trjágreinar í rúðuna, einn api og slanga sem að urðu vitni að þessu þurfa örugglega að leita sér áfallahjálpar.

Þá fékk ég nóg, rólegheitin út í veður og vind, @#&$&(/&#%(//&&/& fáviti #$#$$"%/&( kannt ekki að keya þarna #$&#$#%& þitt. Það var ljóst á þssu augnabliki að ég varð að breyta um áherslur í akstrinum þar sem að þetta er bara, survival of the fittest. Til þess að koma mér í rétt ástand fór ég í gegnum geisladiskana mína og fann nákvæmlega það sem að mig vantaði...... Guns/Roses Axl Rose í hvínandi botni með Welcome to the jungle og svo framvegis. Eftir þetta, 3 klst seinna og örugglega frekar óvinsæll á vegum Sri Lanka er ég á áfangastað, heill á húfi og bílinn meira að segja órispaður... LoL

Þetta er nóg í bili, kem með nýtt fljótlega... Kv. J


Jól

 

  

      GLEÐILEG JÓL

 

Ég óska öllum vinum mínum og fjölskyldu gleðilegra jóla og njótiði samverunnar núna um jól og áramót, ég mun hugsa til ykkar allra um hátíðarnar. Sérstakar kveðjur fá þó tvær ungar prinsessur.

Jóhanna Helga og Katrín Tinna mínar yndislegu dætur gleðileg jól og við sjáumst svo fljótlega á nýju ári, ég elska og sakna ykkar alveg rosalega mikið og Katrín, takk fyrir yndislega jólakveðju á síðunni þinni...

Jólakveðja frá Sri Lanka. J


Colombo

Jæja þá er búið að setja það í fjölmiðlana heima...

Það er búið að kalla okkur til Colombo á næstu dögum, yfirmaður verkefnisins er búinn að fá nóg af þessum gaurum og kallar alla til skrafs og ráðagerða og hvað verði næstu skrefin hérna úti...........

Kveðja J


Nóg að gera.

Jæja þá er komið að því að skrifa eitthvað meira hérna, síðustu dagar hafa verið viðburðarríkir og það er frekar mikið að gera hérna núna enda erum við bara tveir eins og er, það hefur verið mikil keyrsla þar sem að svæðið er stórt og atvikin sem að við þurfum að fara og skoða eru mörg og höfum við þurft að forgangsraða þeim og langt frá því komist í allt það sem að við þyrftum.

Hvað um það þá ætla ég aðeins að segja frá deginum í dag og því ferðalagi sem að ég fór í. Ferðinni var heitið til Kilinochchi, sem að er höfuðvígi Tígrana, nú á leiðinni þangað þurfum við að fara í gegnum víglínuna og það er mjög einkennilegt að keyra í gegnum víglínu stríðandi fylkinga þó að líklega séu þetta nú með öruggustu stöðunum hérna, það er við víglínuna, hljómar gáfulega.. Smile 

Eftir að við vorum komnir yfir á Tígrasvæði þá var gefið í þar sem að það er ósk Tígrana að við ökum eins hratt og við getum til Kilinochchi vegna sprengjuhættu og það er nú meira en að segja það að keyra hratt hérna, við vorum svo líklega hálfnaðir þegar við fengu hringingu frá okkar félögum til þess að segja okkur að það hefði heyrst í sprengjuflugvélum yfir Vavuniya, þannig að  það var bara eitt til ráða og það var að keyra enn hraðar og druslan var gjörsamlega staðinn í botn,ég er en að undrast á því að hausinn á mér skuli enn vera fastur við hálsinn, en þetta var alveg þokkalegt adrenalínkikk sem að maður fékk útúr þessari ferð. Wink

Ég verð samt að halda áfram að segja frá umferðinni hérna, það er mikið um að fólk sé á mótorhjólum eða svona rétt rúmlega skellinöðrur, því það er bara löggann og herinn sem mega eiga stærra hjól en 125 kúbik, einstaklega hentugt því þá geturðu ekki stungið af... LoL Hvað um það þá er allt fullt af ætli við myndum ekki kalla þetta vespur heima og á þessum vespum þá eru heilu fjölskyldurnar ég hef mest séð fjóra á einni vespu það er faðir, móðir og tvö börn. Það fyndnasta sem að ég hef samt séð í þessu vespudæmi er að sjá þrjá fullvaxna karlmenn saman á svona hjóli ég hélt að ég myndi míga í mig af hlátri, síðann ég sá þetta er ég búinn að vera að reyna að ná myndum af þessu en það hefur ekki tekist almennilega enn þá, ég næ myndum af þessu og stefni á að setja inn einhvern slatta núna um helgina.

Eitt en með fjölskyldurnar á hjólunum, yfirleitt er ekki nema einn hjálmur í gangi og sá hjálmur er náttúrulega á höfði karlmannsins, ég varð að spyrja af hverju og svarið var náttúrulega augljóst, maðurinn er sá sem að kemur með matinn á borðið og það er hann sem að skiptir mestu máli fyrir fjölskylduna restin má missa sig.... Errm

Svo í lokin svona smá hundakomment.. Ég gerði óformlega talningu á hundum hérna, ég taldi fjöldan af hundum á tveggja kílómetra kafla, ég taldi 33 hunda á þessum kafla og þetta var á sveitavegi og ekki í bæjunum þar sem að þeir eru yfirleitt fleiri.. Grin Ég spurði túlkinn minn út þetta hundafargann því að mörg af þessum greyjum væri bara verið að gera greiða með því að aflífa og ég viðraði þá hugmynd mína við hann, hann kom með svolítið gott komment. "Yes Jens in Sri Lanka we dont kill dogs we only kill people like they were dogs" ég læt þessi orð hans vera þau síðustu í bili...

Kv.J


Gönguferð

Bernt hefur það fyrir sið að fara í gönguferðir hérna í nágrenni bæjarins og ég ákvað að fara með honum í dag. Við ókum í ca 5 mínútur út úr bænum þar fórum við inn á sveitaveg og lögðum bifreiðinni. Bernt er greinilega vel þekktur á þessu svæði því að alls staðar sem að við gengum var fólk að heilsa honum eins og gömlum kunningja, voru vinalegri en vanalega, það er kannski ekki skrítið  þar sem að hann er búinn að vera að ganga á þessum slóðum í 12 mánuði.. Smile

Nú við gengum af stað og Bernt vísaði veginn hann var með plastpoka með sér sem að ég var ekkert að spá neitt í við eitt húsið segir hann allt í einu, ég þarf að skilja pokann eftir hérna þetta er skrifblokk sem að ég lofaði þessu fólki að ég myndi koma með handa þeim sagði hann, þegar fólkið var vart við ferðir okkar kom það hlaupandi og kallandi brosandi út að eyrum og ljómaði með það að Bernt skildi hafa munað eftir því að koma með skrifblokkina.

Við gengum svo þarna um í um það bil eina og hálfa klukkustund og það var mjög gaman og reyndar skrítið að sjá að það þarf ekki að fara lengra út úr bænum til þess að sjá fólk sem að virtist vera mjög hamingjusamt, fátæktin var mikil en vingjarnlegra fólk er ég ekki viss um að hafa hitt áður. Allir sem að við mættum eða sáum heilsuðu með virktum, krakkar komu hlaupandi á móti okkur og jafnvel á eftir okkur til þess að taka í hendurnar á okkur "good morning sir" hljómaði oft og mörgum sinnum, krakkarnir voru frekar fyndin því að flest þeirra kunnu ekki mikið í ensku en flest ef ekki öll kunnu að segja "bye" og öll sýndu þau kunnáttu sína með því að kveðja okkur oft og mörgum sinnum þá er ekki ólíklegt að það sé kennt í skólum hér að útlendingar takist í hendur þegar þeir hittast því þau voru mjög áhugasöm við að taka í hendurnar á okkur og heilsa með handabandi. LoL Mjög vinalegt og skemmtileg upplifun. 

Það undarlegasta samt við þetta allt er að þarna sáum við hvorki hermenn né lögreglumenn sem að er nú frekar óvenjulegt að sjá ekki, við vorum að geta okkur þess til að þetta væri Tígrasvæði og að þeir treystu sér einfaldlega ekki inn á svæðið, hvort að það sé rétt hjá okkur er ég ekki viss um en allavega virtist fólkinu þarna líða vel og tók vel á móti okkur...Joyful

Kv.J


Laugardagurinn 16.12.2006

Jæja það er aldeilis búið að fækka hjá okkur, Linda og Gunni erum farin heim í jólafrí þannig að við erum bara tveir hérna núna, ég og Bernt, með nánast allan norðuhluta landsins það verður nú samt bara í tvær vikur.

Við fórum í gær í bæ sem að heitir Kilinochchi en það er bær sem að er á svæði Tígrana og er mjög nálægt því svæði þar sem að mestu átökin hafa verið, bærinn bar nú ekki þess merki að það væri mikið í gangi og var mjög snyrtilegur og eiginlega óvenju hreinlegur miðað við marga bæi sem að ég hef séð hérna hvort að það sé vegna betri skipulagningu hjá Tígrunum ætla ég að láta ósagt en ég varð þó vitni af því að það ók ökutæki um bæinn og hirti upp ruslið sem að strax mikill munur frá ruslabrennunum hérna hjá okkur.. Sick

Á heimleiðinni hittum við svo mjög háttsettan Tigra sem að sér um samskipti við okkur og er pólitískur fulltrúi þeirra, það ríkir mikill sorg hjá Tígrunum um þessar mundir vegna fráfalls, Ballasinghams, sem að var maður númer tvö hjá þeim, hann bjó í London og var andlit þeirra til umheimsins, Tígrafáninn blakti hvarvetna í hálfa stöng og út um allt voru svartir fánar ásamt gulum og rauðum flöggum sem að eru litir Tígrana. Þessi pólitíski fulltrúi þeirra var eins og aðrir sem að ég hef þurft að hafa samskipti við hérna mjög kurteis, hann var aftur á móti ekki sérlega bjartsýnn á ástandið og hvert framhaldið yrði á deilunni, hann vonaði þó hið besta og tókum við heilshugar undir það  með honum. Það er svo bara spurning hvað verður og gerist........

Vinnudagurinn búinn og ég sit hérna og bíð bara eftir því að litla ljónið og jafnvel stóra stelpan mín líka komi inn á msn svo ég geti séð hvað þær er sætar og mikið krútt  Kissing Ég sakna þeirra alveg rosalga mikið og Jóhanna mín hann Tigri þinn er algjöru uppáhaldi hjá mér þó að ég hafi hitt nokkra aðra Tígra hérna..

Ég sakna nú reyndar ýmsra hluta að heimann svo ég minnist nú ekki á fjölskyldu og vini, ég er líka nokkuð viss um að ég muni varla finna bragð af íslenskum mat í einhverntíma eftir að ég kem heim því að maturinn hér er tölvert mikið sterkari enn heima og ég held að ég sé búinn að borða jafn mikið, ef ekki meira, af lauk á þessum stutta tíma hérna en alla mína ævi á Íslandi. LoL

Kv.J


Myndir..

Ég vil bara senda öllum þeim sem að ég þekki heima kveðjur og það er gaman að sjá að það eykst með hverjum degi hvað margir skoða síðuna mína og það er virkilega skemmtilegt hérna fáið þið að sjá nokkrar af þeim fjölmörgu myndum sem að ég hef tekið hérna..

 

   IMG_1785                    IMG_1781

Ruslabrenna við götuna okkar.                               Dreifingarbíll frá Kók. 

 

   IMG_1789                     IMG_1787

Ekki óalgeng sjón á götum landsins.                      Breiddin á vegunum hérna.

 

  IMG_1844                       IMG_1806

Hluti starfsfólksins á skrifstofunni.                        Vegasjoppa ekki mikið úrval.

 

Jæja þetta er nóg í bili það tekur svo langann tíma að setja þetta inn en þetta er þó eitthvað smá svo þið sjáið hvernig þetta er hérna hjá mér.... Smile

Kv.J


Fréttir

Það er búið að vera nokkuð rólegt hérna þessa vikuna, var í pappírsvinnu mánudag og þriðjudag, eitthvað sem er líka nauðsynlegt.

Í dag fór ég í þorp sem að heitir Mannar og er á vesturstönd Sri Lanka lítið sjávarþorp og er mjög fallegt þar í kring, fyrir utan herstöðvarnar og öll vélbyssuhreiðrin á leiðinni, það tekur svona um það bil klukkutíma og korter að keyra til Mannar og þetta er svæði sem að stjórnarherinn lýtur á sem mjög mikilvægt því að það eru skotbyrgi meðfram veginum nánast alla leiðina og millibilið á milli þeirra er svona ca 100-200, metrar fullt af byssum og mannskap. Það má segja að það sé það sem að eyðileggur annars mjög flallegt landslag hérna það má samt segja að en byrgi venjast ótrúlega, ég er ekki búinn að vera hérna lengi en maður er nánast hættur að sjá þessi byrgi eða að spá mikið í þau.

Ég átti mitt fyrsta samtal við Tígra í dag, það var nokkuð magnað og ég verð að viðurkenna að þessi maður sem að sat á móti mér frekar lágvaxinn og mjög grannur að maður skynjaði um leið og maður fór að tala við hann að þetta var maður sem að greinilega hafði gengið í gegnum ýmislegt. Hann var einstaklega kurteis í alla staði en með mjög ákveðnar skoðanir og greinilega mjög harður í horn að taka, ég er nú samt að vona að ég og yfirmaður minn hérna hafi tekist að ná þarna góðum árangri. Við hittum einnig háttettann mann í stjórnarhernum sem að einnig virkaði sterkt á mann enda líklegt að maður verði að vera töffari til þess að ná svona langt í þessum geira.

Ég verð aðeins að segja frá hundum hérna enn og aftur, ég var að labba heim eitt kvöldið af skrifstofunni, þetta tvö til þrjú hundruð metra, það er einn hundur sem að er alltaf í götunni okkar ræfilslegt grey sem að horfir aumkunarlega á mann þegar hann sér mann. Þetta kvöld hljóta hinir hundarnir að hafa skorað á hann því að þegar ég kom labbandi niður götuna þá ákvað þetta grey að ráðast á mig, lýsinginn hérna er ekki upp á marga fiska og ekki mikið um götuljós þannig að maður er alltaf með vasaljós með sér þegar maður fer á skrifstofuna á kvöldin, allavega þessi hundur kemur hlaupandi í áttina að mér urrandi og þegar ég lýsti framann í hann þá verð ég nú að viðurkenna að hann virkaði nokkuð ógnvekjandi með glitrandi augu og maður sá í tennurnar. Hann hikaði samt þegar ég lýsti á hann og hljóp framhjá mér og aftur fyrir mig, nýtt plan greinilega, hann fór síðan að nálgast mig aftann frá og var í raunninni að læðast að mér þar sem að hann var hættur að urra. Þegar ég var að koma að hliðinu á Valhöll ætlaði Snati að láta til skara skríða, ég sneri mér þá snöggt við og urraði og gelti á hann og þar með var hetjudáð þessa Snata búinn því að hann vældi og hrökklaðist í burtu en eftir þetta þegar hann sér mig á þá horfir hann frekar undarlega á mig enda er ég væntanlega stórundarlegur hundur í hans augum...... Grin

Kv. J


Svör til vinnufélaga

Kæri fulltrúi, varafulltrúi og hinir snillingarnir.. Smile

Byrjum á partýinu, ég hefði gjarnan viljað hafa þig til skála við Ægir þar sem að við náum nú yfirleitt að gera einhvern óskunda af okkur þegar við skálum saman svo ekki sé nú talað um þegar fleiri vinnufélagar okkar eru einnig á vettvangi... Cool Konurnar voru þó nokkrar enginn var Ninja svona klædd og var bara þó nokkrar myndarlegar þar á meðal.

Innilega til hamingju með árangurinn og ég mun verða með ykkur í huganum á laugardag, vildi mjög gjarnan fagna þessum árangri með ykkur en þið farið varlega og í guðanna bænum veriði góðir við Eika, bæði á laugardag og það má heldur ekki vera að stríða honum í vinnunni, ég veit að hann hefur upplifað erfiða tíma síðan ég fór. Hann hefur ekki verið með mig sem hækjuna sem að get tekið við öllum hans áhyggjum, það er þess vegna vel skijanlegt að hann fái sér smá súkkulaði við og við.

Ég skil það samt vel að, Paul, komi fram undir dulnefni þar sem að ég geri mér grein fyrir þvi að þú gætir átt erfitt uppdráttar ef þú kæmir fram undir rétt nafni. Ég þakka þér innilega fyrir að koma með þessar ábendingar og endilega haltu áfram að koma með þær og ég skal gera hvað ég get til þess að aðstoða ykkur héðan frá Sri Lanka.

Þetta er Jens Gunnarsson fyrir LR frá Sri Lanka.

Kv.J


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband