Færsluflokkur: Bloggar

Kominn á svæðið

Góðan daginn, þá er maður kominn aftur í fjörið kominn í nýja stöðu með nýjum verkefnum sem að maður þarf að læra Smile og það tekur náttúrulega sinn tíma en þetta er bara ný áskorun sem að maður tekur.

Þetta verður ekki meira að þessu sinni, vildi bara láta vita að ég er kominn hingað heill á húfi og ég ætla að setja inn myndir hérna fljótlega þar sem að ég fékk miklara skammur fyrir það þegar ég var heima og ég verð að redda því svo að ég verði skammaður meira en það..... Grin

Kv. J


Haldið til Sri Lanka

Jæja þá er komið að því, fríið er búið og alvaran tekur við í fyrrmálið hefst ferðalag til Sri Lanka. Flogið til Frankfurt og þaðan til Sri ekki nema 15-16 klst ferðalag með millilendingu og þess háttar, verð kominn til Sri snemma á laugardagsmorgun.

Fríið er búið að vera yndislegt, Jóhanna kom til mín frá DK og var hjá mér í viku og svo hef ég verið að dekra við og njóta samverunar við litla ljónið mitt eftir að Jóhanna fór. Það var mjög gaman að ná í snúllu á leikskólann, yfirleitt alltaf fyrir hvíld að hennar ósk, það kom til mín leikskólakennari og sagði að það hefði verið svo gaman að fyrgjast með henni þennan tíma sem að ég hefði verið á landinu því að hún hefði verið svo ánægð og glöð og beðið með óþreyju á hverjum segi eftir að pabbi kæmi að sækja hana. Það er ekki hægt að segja annað en að mér hlýnaði um hjartaræturnar að heyra þetta.. Smile

Í kvöld var síðan veisla hjá múttu og öllum fjölskyldumeðlimum boðið sem að áttu heimagegnt, mjög gaman og skrítið að vera að kveðja alla aftur en það verður samt gaman að koma aftur til Sri hitta alla aftur og takast á við ný verkefni........Grin

Jæja farinn í bili over and out, næsta færsla kemur frá Sri.

Kv. J


Loksins loksins loksins

Jæja þá komst ég loksins hingað inn aftur það urðu einhver mistök hjá þeim á mbl, eitthvað með að orðalag G. Fylkis væri ósæmilegt, skil ekki hvað er verið að tala um.Smile Nei nei þetta var nú bara létt spaug. Ég er heima á Íslandi núna og held aftur til Sri á föstudag og byrja þá aftur að skrifa eitthvað misgáfulegt hérna. Wink

Kv. J


Vinir

Já það er ekkert annað....... Eftir síðustu sendingu frá þér Gummi minn er það fyrsta sem að mér dettur í hug, ef að maður á vini eins og þig, þá þarf maður ekki að eiga óvini. Smile Annars þekkirðu mig nú það vel að þú veist að ég er ekki mjög hörundsár maður, en bíddu bara þangað til að við hittumst. LoL

Auður það er gaman að vita til þess að þú lest síðuna og ég átti að skila kveðjum til þín frá ýmsum aðilum sem ekki verða taldir upp hér, þetta með klippinguna, þú verður að átta þig á því að ég fékk hnykkingu líka Smile kveðjur til allra heima og nú fer að styttast í að maður komi í frí á klakann... Smile

Kv.J


Stutt fyrir svefninn

Hæ hæ....

Maður verður að reyna að halda uppi standardi hérna og ekki að láta líða nema um það bil 2 daga á milli færlsa.. Smile Ég mund nefnilega eftir einni sögu síðann ég var í Jaffna og er kannski svolítið lýsandi fyrir það hvað fólk er orðið vant, samdauna, umhverfinu og ástandinu í landinu.

Ég fór í klippingu í Jaffna sem er í sjálfu sér ekki neitt merkilegt það sem var merkilegast við það að fara í klippingu var þjónustan og það sem að gekk á meðann á henn stóð, allavega þá byrjaði þessi bráðskemmtilegi rakari að klippa mig og vandaði sig mikið, hann var nú bara asskoti góður og eki hægt að kvarta neitt undann klippingu né verklagi. Á meðann verið var að rýja mig þá byrjuðu allt í einu að heyrast í fallbyssuskothríð, hversu langt frá geri ég mér ekki grein fyrir, ég fylgdist vel  með rakaranum á þessari stundu þar sem að hann var nú með flugbeitt skæri í hendinni. Ég horfði í spegilinn á meðann sprengjurnar dundu og hávaðinn var nú bara alveg þokkalega mikill, þessi ágæti maður haggaðist ekki á meðan á þessu stóð og ég er nokkuð viss um að han hafi ekki einu sinni deplað augunm nokkuð magnað að upplifa og sjá og sýnir manni að líklega er hægt að venjast öllu.Errm

Eftir að hann hafði lokið við að klippa mig segir hann, head massage sir? Ég hafði heyrt Gunna tala um þetta þannig að ég ákvað að prófa dæmið, rakarinn byrjaði þá að nudda hársvörðinn og allann hausinn ég vissi svo ekki fyrr en að hann var kominn með tak á hausnum og hálsinum og hann hnykkti á mér hálsliðina, mér brá nú nokkuð við þetta þar sem að ég hef nú látið, Berg Konráðs kírópraktor, sjá um þessi mál hjá mér, þetta reddaðsit nú samt og ekki hálsbraut hann mig var meira að segja bara nokuð gott. Smile 

Það var svo komið að því að borga og hann rukkaði mig um 200 rúpíur sem færi ekki einu sinni nógu langt til þess að borga símtalið til þess að panta tíma hjá Bergi þannig að ég þarf greinilega að spjalla við hann þegar ég kem heim...... Grin  

Annars er ég náttúrulega að grínast með Berg, hann er frábær og hefur haldið mér gangandi í gegnum erfið tímabili í bakmálum..LoL Mér datt þessi saga í hug þegar ég var alveg að sofna þannig að ég er hætttu í bili.......

Kv. J


Hei Gummi, 2 dagar í röð.... Duglegur??????

Ég sagði það í gær að ég ætlaði að henda inn þeim færslum sem að ég var búinn að skrifa og ég ætla ekkert að breyta þeim þó að þær passi náttúrulega engann veginn við dagsetningarnar, en mér finnst skemmtilegra að þið getið bara lesið þær eins og ég skrifaði þær.... Smile

 

Íranski verslunareigandinn.

 

Ég  lenti í mjög skemmtilegu dæmi í dag. Ég  rölti inn í eina verslunarmiðstöðina hérna og þar inn í búð sem að selur fæðubótarefni, ég spjallaði við eigandann og rölti svo áfram þegar ég var svo að ganga framhjá þessari sömu búð skömmu seinna þá sat eigandinn fyrir utan búðina ásamt einhverjum vini sínum, þeir kölluðu á mig og buðu mér sæti sem ég þáði.  Smile

Ég sat þarna með þessum strákum , svipuðum aldri og ég, og spjallaði við þá í rúma tvo klukkutíma, annar þeirra er héðann frá Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og hinn frá Íran, verslunareigandinn, þetta var mjög athyglisvert spjall og ég kynntist því að einhverju leyti hvernig þeir lýta okkur vesturlandabúa og það var virkilega gaman að komast að því að þetta land er frekar opið og frjálst miðað við mörg önnur hérna á þessu svæði.

Þetta er gríðarlega ríkt land, var nú búinn að átta mig á því, en mjög lítið hérna búa um þrjár og hálf milljón manna en bara einn milljón eru frá SAF hinir koma héðann og þaðan úr heiminum og það er fólk sem býr hérna frá mjög mörgum þjóðlöndum.

Eftir um það bil tveggja tíma spjall þá vildi þessi íranski endilega bjóða mér á rúntinn og sýna mér borginam félagi hans glotti og spurði hann hvort að hann ætlaði að fara á sínum,eigin bíl, íraninn sagði já, þá glotti hann til mín og sagði, horfðu hratt ég varð náttúrulega eitt spurningarmerki í framann en félaginn hló bara, tók í hendina á mér þakkaði mér fyrir spjallið og sagðist vonast til þess að hitta aftur á mig.

Þegar við komum út í bíli íranans þá skildi ég hvað vinurinn meinti, úfffff 400 hestafla Toyota og það drundi í vélinni þegar hann setti græjuna í gang, ekki það að ég þekki nokkra sem að myndu missa sig yfir bílunum hérna stórfjölskylda frá Dalvík kemur sterkt upp í hugann. Ekki skemmdi það fyrir að íraninn er ekki ósvipaður ökumaður og einn góður vinur minn úr þessari fjölskyldu…  Wink

Ég fékk síðann algjöra snilldar sightseeing ferð með honum, hraðinn var stundum mikill en þetta var mjög skemmtilegt, hann fræddi mig meðal annars um glæpatíðnina sem er mjög lá, ég get alveg verið sammála  því ég hef ekki fundist ég vera jafn öruggur í neinni stórborg eins og hérna ekki ósvipað og að ganga um í Reykjavík, meðal annars forum við inn á bensínstöð og hann skildi bílinn eftir í gangi fyrir utan finnst ólíklegt að þetta væri möguleiki í sumum stórborgum í Evrópu. PoliceBandit

Það verður allavega ekki sagt annað en að ég er búinn að hafa það mjög gott í Abu Dhabi og hef náð að hvílast mjög vel, kynnast nýrri menningu og nýjum hliðum á sjálfum mér…  Ninja

Kv. J

 


Loksins Loksins

Jæja þá er ég loksins kominn í eitthvað alvöru samband við þetta blogg mitt... Smile Ég var búinn að skrifa nokkur blogg sem voru tilbúinn til birtingar og ég ætla að láta þau birtast óbreytt þau að þau komi kannski ekki rétt út miðað við dagsetningar... Allavega koma þau hérna næstu daga.... Hér kemur það fyrsta sem að ég skrifaði í Abu Dhabi.. Smile

 

Bara svona rétt að láta vita af mér. Núna er ég búinn að vera í fríi síðann á föstudag og það verður ekki sagt annað en að þetta er frábært, ég er búinn að sofa út og svo bara látið hvern klukkutíma bara nægja, enginn plön og geri bara það sem að mér dettur í hug. Það er búinn að vera sandstormur fyrir utan borgina í gær og í dag og það er þess vegna mistur yfir borginni en samt mjög heitt. Búinn að rölta mikið um borgina og skoða mig um, heimamenn eru bara vingjarnlegir, flestir vilja selja manni eitthvað af vörum úr, skartgripi og alls kynns varning, þeir eru þó alls ekki of ágengir eins á mörgum öðrum stöðum ef að maður segir nei þá eru þeir ekki að elta mann langar leiðir og suða í manni.Það fer samt ekki á milli mála að það er mikið til af peningum í þessu landi, bílar og aðrir standardar hérna sýna manni það, þetta er mjög skemmtilegt að sjá menninguna hérna og það verður að viðurkennast að þetta er öðruvísi en maður hafði ímyndað sér um þennan heimshluta og einnig bjóst ég aldrei við því að ná að slaka eins vel á og ég hef gert, verandi í stórborg, en það er alveg magnað hvað ég er að ná að hlaða batterýin hérna.  Hefði líka aldrei getað ímyndað mér að ég myndi hafa svona gaman af því að vera einn að ferðast en það er bara fínt, ekkert stress og þarf ekki að taka tillit til neins nema sjálfs míns.

Ég fór inn á veitingastað/pöbb í gær til þess að fá mér að borða og auðvitað var þetta fínasti íþróttpöbb og hvað haldið þið, fullt af írum sem voru að horfa á Rugby, brjálað stuð eins fólk getur ímyndað sér þegar írar komast í bjórinn og hvað þá þegar þeir eru að horfa á sitt lið í íþróttum, ég skemmti mér konunglega í þessum félagsskap og þurfti nánast að sanna það með því að framvísa skilríkjum að ég væri ekki írskur, þeir skilja þetta sem að þekkja mig, allavega þá er ekki mikið búið að gera hérna nema að slaka á og það er snilld. Ég kem svo með nýja færslu fljótlega, var að muna eftir allvega einni sögu sem ég var ekki búinn að setja inn.

Kv. J

 


Sri aftur

Ja jaeja, eg hef ekkert getad sett herna inn sidustu daga og nuna er eg vara med faereyskuna tar sem ad eg er ekki med islenskt lyklabord og eg er i rauninni bara ad testa hvort ad eg get eitthvad gert herna lengur, allavega ef ad tessi faersla birtist ta hlyt eg ad geta gert eitthvad tegar eg kem aftur a heotelid a midvikudag, eg var nefnilega bara sendur beint i Tigraland tegar eg lenti med sma vidkomui i brudkaupi og eg mun segja ykkur fra tessu ollu fljotlega Abu Dhabi og brudkaupinu. Vona ad tetta gangi nuna.... Errm 

Kv. J


Abu Dhabi

Jæja þá er ég kominn í frí og mikið ofboðslega er það gott... Smile Finn það enn betur núna að ég þarfnaðist þess mjög mikið og að breyta um umhverfi, Abu Dhabi er stórborg það fer ekki á milli mála, Colombo er eins og sveitaþorp í samanburði, það var virkilega skemmtilegt þegar ég var að keyra frá flugvellinum og inn í borg að sjá alvöru götur og hvernig umferðin gekk fyrir sig. Það verður reyndar að viðurkennast að það tók mig smá tíma að venjast hægri umferðinni aftur merkilegt hvað maður er fljótur að venjast vinstri umferðinni.

Ég hélt nú á tímabili að ég myndi ekki komast úr landi, tveggja og hálfstíma seinkunn enn að lokum komst ég af stað. Verð aðeins að bera saman Lankaair og íslenskt flugfélag og það verður að segjast að íslenska flugfélagið fer halloka á öllum sviðum þjónustu. Í fyrsta lagi er það plássið fyrir fætur sem er mun meira hjá þeim hérna, nota bene fólkið hérna er mun minna, maturinn ekki sambærilegur hér er boðið upp á mismunandi rétti og það eru sko alvöru skammtar hérna líka. Síðast en ekki síst er það drykkirnir sem eru allir fríir hérna og þá skiptir engu máli hvað það er sem þú pantar. Það verður þess vegna að segjast að það er undarlegt að flugfélag sem vill telja sig sem eitthvað klassa dæmi skuli fara halloka fyrir flugfélagi frá Sri Lanka.  Jæja búinn að dissa þetta nóg.

Núna er ég búinn að fara og skoða mig um hérna í næsta nágrenni, er samt að spá í að færa mig um set og komast nær ströndinni, er samt ekki alveg búinn að ákveða þetta fór á smá eyðslufyllerí hérna áðann og keypti gjafir handa fólki heima og ég veit um eina sem að fengi algjört æði hérna, tilvonandi ferðafélagi minn til Ástralíu getur tekið þetta til sín. Smile

Jæja ég er hættur í bili, þorði bara ekki að láta líða eins langt á milli núna, Gummi skammar mig alltaf og þeir sem þekkja hann vita að það er ekki gaman......... LoL

Kveðja frá Abu. J


Loksins

Jæja þá ætla ég loksins að skrifa eitthvað hérna, ég biðst bara afsökunar á að hafa verið svona latur að skrifa hérna en það eru svona mis góðar ástæður fyrir því að ég er ekki búinn að því og við förum ekkert nánar út í það.

Síðan ég skrifaði hérna síðast þá er ýmislegt búið að ganga á en samt í rauninni svo lítið þar sem að svona hótellíf sem að maður er búinn að lifa meira og minna í rúmann mánuð er ekki upp á marga fiska og það sem að gerist hérna þegar maður fer út af hótelinu er eitthvað sem að maður fer mjög varlega í að segja frá. Smile

En svo ég klári Jaffna þá var einstaklega dapurlegt að koma inn í Foodcity, Bónus þeirra á Sri Lanka, því þar eru allar hillur tómar fyrir utan eitthvað smotterí af kremum og einhverju öðru smávægilegu ótrúlegt að sjá þetta og upplifa árið 2007 en svona er þetta hérna sum staðar. Flugferðin hingað gekk svo bara vel fyrir utan mikil þrengsli í þessum fallegu hervélum og mér tókst að reka hausinn í á leiðinni út, held að það hafi verið sama stykkið og ég rak mig í þegar ég var að fara til Jaffna sem segir manni það að ekki tókst mér að læra af reynslunni þar.. LoL

Ég fór síðann í síðustu viku og leysti af upp í Tígralandi, það er í höfuðstað tígrana um þessar mundir, einstaklega athyglisvert að koma þangað og vera í nokkra daga. Ég upplifði svakalegustu rigningu sem að ég hef nokkur tímann á ævi minni séð, ég fór á rúntinn í bænum og bærinn var bókstaflega algjörlega á floti  það fólk sem var á annað borð á ferli óð vatnið svona sirka upp á miðja kálfa, göturnar voru svona eins og göturnar á Þjóðhátíð í eyjum eftir rigningarhátíð, meirihlutinn af verslunum voru lokaðar, en ein upplifun hérna. Errm

Það er aftur á móti komið að kaflaskilum hérna hjá mér, ég er að fara í mitt fyrsta frí síðann ég kom hingað í nóvember og ég get ekki sagt annað en að það er eitthvað sem að ég þarfnast mjög mikið, ég er orðinn mjög þreyttur andlega og líkamlega, þetta verður reyndar ekki mjög langt, 8 dagar, en það verður samt bara frábært að komast í annað umhverfi og ekki þurfa að hugsa um þetta hérna í þennan tíma, nú og svo kem ég líka heim til Íslands í byrjun mars og það verður líka alveg frábrært að koma heim, geta knúsað stelpurnar mínar og hitt alla heima.Smile

Jæja það er eitthvað farið að fjölga hérna í herberginu þannig að ég fer að segja þetta gott í bili, ég veit hvernig það fer með blogg á meðann ég er í fríi ég mun samt örugglega eitthvað tjá mig hérna Smile ó og hrósið fær einn af mínum uppáhalds Akureyringum sem að gaf mér Harðfisk....... W00t

Heyrðu Gummi, hvort okkar vann?????? LoL Sérstök kveðja til þín Gummi og vona að allt gangi vel hjá þér..

Kv. J


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Jennafréttir

Höfundur

Jens Gunnarsson
Jens Gunnarsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • Kaffihlé
  • Sæktu
  • Svíþjóð
  • Ananas
  • Suðurströndin

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband